Þetta er síða þar sem flestum af mínum stærri ferðum er getið, oft er tengill á umfjöllun um ferðinar í undir síðum. Neðar á síðuni er listi með upptalningu á ýmsum smærri eða styttri ferðum. Ég byðst afsökunar á því að ekki er búið að setja mikið efni inn í marga linkana.
- 2011 Hjólreiðaferð í Noregi frá Larsnes til Þrándheims. Tveggja vikna vaktarfrí og ég notaði það í hjólreiðaferð.
__________________________________________
- 2011 Hjólreiðaferð frá Íslandi til Noregs. Ég tók mig til og notaði sumarfríið til að hjóla í vinnuna.
_________________________________________
- 2010 Hjólaferð í Noregi . Í einu vaktarfríinu fór ég frá Stamsund í Noregi og tók hring að Larvik og stefndi svo suður til Mosjoen
_____________________________________________
- 2008 Bakpokaferð til Thailands. Ferðast vítt og breitt um Thæland, bæði suður og norðurhluta landsins.
_____________________________________________
- 2008-2009 Fjallaferðir í Grænlandi. Ég var að vinna í eyðifirði í Grænlandi í eitt og hálft ár og fór á nokkur fjöll þar í kring.
______________________________________________
- 2005 Skíðaferð í Ítölsku alpana Ég hemsókti vini mína Berg og Gyðu til Trento á Ítalíu og voru skíðasvæðin í nágreninu könnuð.
______________________________________________
- 2001 Hjólaferð um Sognefjörð og Jötunheima í Noregi. Eftir frekar þrautasama veru í Danmörku ákvað ég að slá botninn í vistina þar með ferð til Noregs
_______________________________________________
- 2001 Skíðaferð til Chamonix í frönsku ölpunum. Má segja að ég hafi byrjað Danmarkardvöl mína með vikulangri skíðaferð til alpanna.
_______________________________________________
- 2000 Klifurferð í Alpafjöllinn og víðar. Haldið var á slóðir fjalla með viðkomu í Garda á Ítalíu og Barselóna á Spáni.
_______________________________________________
- 1999 Gönguskíðaferð. Frá Eyjafjarðardal til Skaftafells. þvert yfir hálendið og Vatnajökul
_______________________________________________
- 1998 Klifurleiðangur Á fjallið Ama Dablam í Himalaja. Fjallið er 6856metrar og sagt vera Prinsesa Himalajafjallana
_______________________________________________
- 1998 Ástralía. Bakpokaferð um suð-vesturhluta Ástralíu. Mánaðarlangur túr um flott svæði í Ástralíu, með viðkomu í Thailandi.
_______________________________________________
- 1996 Klifurferð í Alpafjöllinn Chamonix sem er vagga fjallamenskunar sókt heim ásamt Ítalíu og fleirri stöðum
_______________________________________________
- 1995 Gönguskíðaferð um Vatnajökul. Breiðamerkurjökull – Grímsvötn – Skaftafell
_______________________________________________
- 1994 Hjólreiðaferð Hringin í kringum Ísland. Þetta var frumraun mín í Löngum hjólaferðum. Ég var einsamall 19 ára drengur í þá daga.
________________________________________________
- 1988 Gönguferð. Kjalvegur hinn forni. þetta var fimm daga létt gönguferð með Ferðafélagi Íslands. Ég var 13 ára þarna.
________________________________________________
- 1986 Gönguferð. Landmannalaugar – Þórsmörk. Þetta var fyrsta langa ferðinn sem ég fór í þá 11 ára gamall, og er það ástæðan fyrir því að hún fær að vera á þessum lista.
________________________________________________
Fleirri ferðir og fjöll.
- Ég hef farið á nokkur fjöll sem mér þykir gaman að geta um, þó svo ég fari ekki djúpt í frásagnir af þeim ferðum sem stendur. þetta er enginn tæmandi lysti enn þessi fjöll eru meðal þeirra fjalla á Íslandi sem eru hvað eftirsóktust af Íslenskum alpinistum.
Hekla, Eyjafjallajökull , Í Tindfjöllum: Ými, Ýma, Hornklofi og Tindurinn. Á Skaftafelssvæðinu: Þumall, Miðfelstindur, Skarðatindur, Kristínatindar, Tindaborg, Snæhetta, Hvannadalshnjúkur, Hnappar, auk Þverártindseggja í Suðursveit. Vestrahorn. Reyðafjörð : Teigagerðistindur. Austurhálendið: Snæfell, Þorvladstindur við Öskju, Upptyppingar, Herðubreið, Eyjafjarðarsvæðið: Kerling, Hestur, Hraundrangi í Öxnadal. Skagafjörður: Glóðafeyki og Mælifelshnjúkur. Vestfjarðarkjálkinn: Drangajökull. Vesturland: Snæfellsjökull, Baula, Skarðsheið. Suðvesturland: Botnsúlur og ymsar leiðir á Reykjavíkurfjallið Esjuna.
- Danmörk með hæðina Ejer Bavnehoj 173 m.
- Belgía með hólinn Signal de Botrange 694 m.
- Ísland með hnjúkinn Hvannadalshnúkur 2,110 m.
- Ástralía með heiðinna Mount Kosciuszko 2,229 m.
- Noregur með tindinn Galdhopiggeh 2,469 m.
- Frakland og Ítalía með fjallið Mont Blanc 4,810 m