Þessi síða var að mestu gerð í ferjuni Smyrilline árið 2011 þegar ég var á leiðinni í vinnuna í Noregi og er því ekki alveg samkvæmt sanleikanum í dag. Flest sem hér stendur er þó enn við góða heilsu.
það er ekki ofsögum sagt að græjustuðull flestra hefur vaxið og hjá mér er það engin undantekning heldur. hér gefur að líta einthvað af þeim.
Hvað er Græjuhornið og á hverju á að taka þar? Til að byrja með ætla ég að lýsa því notkvurnvegin hver helsti búnaður minn er, og af hverju ég valdi þennan búnað enn ekki enthvern annan.
Látið það samt ekki koma á óvart ef þessi síða taki umtalsverðum breytingum á næstuni og í timans rás, því búnaður er í sífeldri endurnýjun og þessa stundina er málum þannig háttað að ég hef endurnýjað mjög mikið og lítil reynsla kominn á margann búnaðinn, enn annar jafnvel lifað og komið á tíma.
Búnaður er mikið til Sérviska hvers og eins, og það sem mér þykir æðislegt gæti öðrum þót ömurlegt og það sem mér fynst nauðsynlegt fynst öðrum óþarfi og þannig er það bara. Þegar kemur að ferðabúnaði vel ég yfirleitt þektann eða vel viðurkendan búnað og verðmiðinn er alloft eftir því. Það er ekki þar með sagt að aðrir þurfi að fylgja því eftir og ef meininginn er að fara í ferðalag, hjólatúr eða annað er að öllum líkindum hægt að komast mikklu ódýrara frá þessu þannig að ekki lesa þennann bálk yfir með það í huga að þetta sé það sem þarf til svo hægt sé að leggja af stað.
Hjólið
Thorn Nomad Mk2 S&S er hjólið sem ég er nýlega búinn að fjarfesta í. Eflaust kannast fæstir sem þetta lesa við nafnið, framleiðandinn er breskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í gerð langferðahjóla. Og nýtur virðingar á ferðahjólamarkaðinum fyrir áræðanleika og góða þjónustu. Þrátt fyrir það er þetta ekki stæsti aðilinn í sölu ferðahjóla og er ástæðan líklega helst verðmiðinn auk þess sem ekki er hægt að fá þessi hjól nema á þessum eina stað og afgreiðslufrestur getur verið langur. Hjól í þessum fasa eru yfirleit sniðinn að hverjum kaupanda fyrir sig og afar fátít er að sjá vel byggð langferðahjól í hjólreiðaverslunum. Undantekningin frá þessu er Surly Longhul Truker sem fólk gæti rekist á í einstaka verslunum í ameríku, og eina sögu hef ég heyrt af þysku álhjóli fra Konga. Allt annað og það sem sölumenn verslana kalla ferðahjól er lakara að gæðum. En ekki miskilja mig með það að ansi langt er hægt að komast á mörgu hjólinu hvað svo sem það kallast. Enn það er yfirleit ekki þau sem fólk með þennan lýfsstíl velur. Hjólið sem ég er á er byggt fyrir mig í febrúar 2011 og er mikið útbúið að minni ósk og kostnaður í samanburði við það. Helstu íhlutir eru eftirfarandi:
Rammi: Nomad Mk2 S&S vegur rúmlega 3kg. Hann er búinn til úr sérdregnum pípum sem hafa fengið heitið Thorn 969. saumlausum og kalddregnum úr blöndu af crom-molly stáli, TIG soðið saman í Tævan og hita afglóðað. Þessi hitavinsla tvöfaldar hérumbil verðmiða rammans enn jafnar út allar spennur og gerir hann mun áræðanlegri og sterkari fyrir áföllum. S&S kúplingar gera það að verkum að með sérstökum lykli er á fljótlegan og einfaldann hátt hægt að taka rammann í sundur í miðjuni og er í mörgum tilvikum nytsamlegt við flutning og hvar sem þarf að pakka hjólinu í litla einingu. Uppbyggingarlag rammans hentar bæði fyrir fastan gaffal og demparagafall.
Gaffal: Reyndar eru til tveir gaflar á hjólið. Sá sem oftast er notaður er Mt.Tura fastur gafall úr Reynolds pípum, með öllum mögulegum festingum fyrir töskubera, ljós og bretti, framleiddur af Thorn. Svo fyrir erfiðari fjallaferðir er til Magura Menja demparagaffal með 100mm færslu. Þetta er stífur gaffall með tvöfaldri kórónu, loft og vökvafjöðrun sem hægt að læsa með takka á stýrisbar.
Gírabúnaður: Roloff 14 gíra hub. Gírbúnaðurinn er innbyggður í afturgjörðinni, kosturinn eru fjölmargir umfarm hefðbundinn skiptibúnað þar sem keðjan er færð á milli tanhjóla, og er áræðanleiki og slitstyrkur þar stór þáttur. Þessi búnaður er að verða síalgengari í langferðahjólum
Bremsubúnaður: Shimano XTR V-gjarðabremsur og bremsuhaldföng. Oft er deilt á milli V-bremsa og Diskabremsa á reiðhjólum. Ástæða V-bremsana er betri álagsdreifing á gjarðirnar og framgafall og minni hitamyndun með þungt hjólið, þá er einnig minni líkur á alvarlegum bilunum.
Sætisbúnaður: Ég valdi Brooks B-17 Special sæti. Þetta er leðursæti með gormafjöðrun í anda gamalla hefða og hefur Brooks getið sér gott orð fyrir þægindi. Enn það þarf að láta sætið mótast að eigandanum og tekur það langan og oft sáran tíma sem sumir gefast upp á, enn eftir það viltu ekki annað.
Gjarðir og teinar: Gjarðahringir eru Rigida Andra 30 RSS, sterkir gjarðahringir með sérlega slitstyrktum hliðarköntum til varnar sliti út frá bremsuátaki. Ég hef áður notað Rigida 2000 ZAG gjarðahringi sem gerðir eru fyrir diskabremsur og ber ég þeim vel söguna. Teinar eru að gerðinni Sapim Race og eiga að vera meðal þerra allra bestu sem framleidir eru. Veit ekki alveg hvað ég á að skálda varðandi áræðanleyka teinana, þar sem ég hef þegar einungis 680km er að baki slitið 3stk í afturgjörðinni. Eftir samtal við Robin Thorn sem er eigandi Thorn Cycle segir Robin að þeir hafi ekki fengið frengnir af einum slitnum tein í gjörð með Roloff hub síðustu átta árin, fyrr enn núna að 6 teinar hafa slitnað í tveimur gjörðum sem smíðaðar voru í febrúar 2011. Hef ég enga ástæðu til að rengja Robin og er hann nú þegar þetta er skrifað að liðsinna mér með mín vandræði.
Frammhub: Schmidt SON 28 Dinamóhub er flottur búnaður sem hægt er að nota til að framleiða rafmagn að 3wötum á einungis 7km hraða, 7V er hámarksspenna og hentar því beint á flestar nýrri gerðir dinamóljósa, þá er hægt að nota hubin til að hlaða upp rafhlöður og ýmis smærri raftæki sem oft fylgja hjólreiðarfólki í dag þesi búnaður hefur þegar reynst mér mjög vel.
Dekk: Dekk geta verið að mörgum toga og sum hentugri enn önnur fyrir langferðir. Það sem ég nota núna er Schwalbe Suprem 1,6 dekk. Þau eru mjög hröð og góð á malbikinu enn síður hentug á malarslóða, ég higg að ég myndi frekar fá mér Suprem 2,0 eftir reynsluna af þessum. Svo fyrir erfiðari aðstæður og reindar allar aðstæður á ég mjög svo lofuð Schwalbe Marathon XR 2.25 dekk. Þetta eru sögð bestu leiðangursdekk sem framleidd hafa verið og endast mjög vel. Enn því miður hefur framleiðslu þeirra verið skipt út fyrir önnur léttari dekk.
Litlu hlutirnir á hjólinu:
Ég fékk á hjólið Græjubar sem er festur á stammann undir stýrinu og er enkum hentugur til að festa styristöskuna á. Stýri er 640mm breitt með 10° aftursvegju veitir góða handstöðu og tryggir gott jafnvæg á hægri ferð og í erfiðu landslagi. Ergo GR3 höldum með áföstum stýrisendum hafa verið settar á og eru þær einkum þæginlegar og bjóða upp á margar handstöður. Gott FSA 1“1/4 höfuðlegusett. Royce Titanium Svefalegusett er að miklum gæðum og með lokuðum standardlegum sem eru endingagóðar og hægt að fá hvar sem er. Sveifarnar eru ósköp venjulegar 170mm langar framleidar fyrir Thorn og keðjan er Sram PC890 gerð fyrir sjö gíra skiptibúnað og mjög endingargóð. Þegar valið kom að petulum kom ekkert annað til greina enn að hafa SPD klippur á þeim og fyrir valinu varð Shimano PD A530 SPD sem eru með klippum öðurm meginn enn gripmiklum slétum fleti hinmegin. Ég goða tilfiningu fyrir þeim. Töskuberarnir eru einnig framleiddir af Thorn, þetta eru flottar græjur enn vikta lítið eitt meyra enn margir aðrir afturberinn er gefin upp fyrir 60kg þunga og með 6mm augum og framberinn er gefin upp fyrir 15kg þunga á hvorri hlið, sem er meyra enn flestum langar til að bera á framgaflinum
Burðartöskur
Búnaðartöskunar eða Panier eins og þessar töskur eru oftast kallaðar eru flestar frá Ortlieb sem er vel viðurkendur Þýskur framleiðandi. Undantekningin er styristaskan sem er frá Kanadíska framleiðandanum Arkel. Ég er einnig með einskonar sjópoka ofan á beranum að aftan og svo 27lítra bakpoka einnig frá Ortlieb.
Ég fjárfesti í að mér fynst stórri pöntun af Ortelibe vörum. Hliðartöskurnar að aftan eru af pack packer blus gerð og framtöskurnar eru í stíl og heita front packer blus þessar töskur eru allar með lokun á svipaðan hátt og venjulegir bakpokar, það er að segja tveir ídráttarstrengir og tvær smellur á lokinu, þessir pokar eru vel hannaðir eins og flest sem frá ortelibe kemur. Orlibe framleiðir einnig toskur sem kallaðar eru roler og er lokuninn þá framkvæmd með því að rúlla upp toppinum á töskunum og strapa fast með einum strappa. Lokuninn á þessum töskum er vatnsheldari enn þeim sem ég er með enn hefur verið kent um það í staðinn að erfit getur verið að komast í þær, og þá sérstaklega afturtöskurnar, og er það kanski helsta ástæðan fyrir vali mínu á hinni nýrri gerðini. Við síðari skoðun geri ég samt ráð fyrir að roler gerðinn myndi henta mér betur sérstaklega í erfiðum hálendisferðum þar sem yfir ár þyrfti að fara og ég get ekki séð að opnunin sé svo erfiðari á þeim. Það má samt ekki skyljast sem svo að ég sé óanægður með það sem ég hef þær virðast þjóna tilgangi sínum vel og vera áræðanlegar.
Þá er vinsælt að hafa einskonar sjópoka ofan á aftur beranum og er það einnig þannig hjá mér ég er með boka sem opnast eftir endilöngu og er lokaður með því að rúlla topnum saman, í þessum poka geymi ég tjaldið og dýnu. Enn auk þess er ég líka með vatnsheldann 27lítra bakboka frá ortlibe þar ofaná. Þetta er ekki algeng sjón meðal hjólreiðamanna. Mér fynst þetta mjög þæginlegt. Þessi poki opnast eftir endilöngu og mjög auðvelt er að komast í hann. Þrátt fyrir það er þessi poki yfirleit tomur og notast sem aukaplás yfir daginn, einnig er þessi poki hentugur í styttri dagsferðir, jafnvel þegar hjólið er ekki í notkun.
Styristaskann er vel hannaður gripur frá Arkel mjög sterkleg og rúmgóð með topp og framhólfi. Gallarnir við þessa tösku að mínu áliti er hversu þung hún er, um 1400 gröm og ekki síður að hun er ekki vatnsheld eins og ortelipe enn í staðinn hef ég vel hannaða regnkápu yfir töskuna.
Svefngræjur
Tjald, svefnpoki og dýna. Það er kanski ekki mikið um þennan búnað að segj hann er kominn til ára sinna hjá mér. Dýnan er 3ja cm þykk loftdýna frá Thermarest og virkar ágætlega og er ágætis jafnvegi á milli þæginda og fyrirferðar. Svefnpokinn er einfaldur gamall góður dúnpoki frá Mountain Uqipment sem er orðin svo slitinn að allir saumar eru meyra og minna að rifna upp og eg hef ekki við að sauma upp í saumsprettur og þrífa dún út úr tjaldinu. Hvortveggja var keypt fyrir ferð sem ég fór á fjallið Ama Dablam í Himalaya fjallgarðinum haustið 1998.
Tjaldið er nýtt og tók langan tíma að velja úr á milli margra gerða. Á endanum fékk ég ekki nátkvæmlega það sem mér langaði í enn mjög nálægt því. það sem ég fjárfesti í er frá sænska framleiðandanum Hilleberg og af gerðini Nallo GT2. Þetta er fjögraárstíða tveggja manna braggatjald úr mjög sterku enn létu ripstop efni með stóru fortjaldi sem er mjög notadrjútgt. Ósk mín var samskonar tjald nema 3ja manna útgáfan þar sem það er 5cm hærra og 30cmbreiðara enn einungis 200grömmum þyngra, þá hefði líka verið betri möguleyki að geyma hjólið inni í fortjaldinu.
Eldunargræjur
Hérna nota ég það sem ég hef átt mjög lengi, Prímusinn er MSR Dragon fly, svokalaður multiburner, sem þýðir að þetta er bensínprímus sem hægt er að brenna nánast hvaða tegund eldsneytis sem er. Sjálfstæð utanályggjandi eldsneitisflaska tengist við brennarann með slöngu, síðan er með þartilgerðri pumpu myndaður þrýstingur inni í flöskuni sem aftir þrýstir eldsneitinu að brennaranum. Misjafnt er með sótun og hitunargæði eftir eldsneitisgerðum, hingað til hef ég reynt að halda mig við hreinsað bensín, sem gefur heitan og hreynan bruna. þessi prímus hefur reinst mér vel í hart nær tvo áratugi. Potasettið sem ég hef meðferðis núna er stálpottasett frá Vango og var keypt fyrir hjólaleiðangurinn minn hringin í kringum Ísland 1994 og hefur ekki verið notað síðan þá, ástæðan fyrir því er væntanlega að ég á líka MSR pottasett sem er ívið stærra og passar brennarinn ásamt fylgihlutum ofan í settið. Ég skipti því út á síðustu stund í undirbúningnum og sé ekki eftir því þar sem Vango settið er mun þægilegra í meðhöndlun með áföstum pottahöldum á öllum einingum settsins. Á síðustu misserum hefur verið að ryðja sér til rúms nýstárleg sett af eldunargræjum þar sem pottar eru festir við orkugjafan hvort sem um bensín eða gas er að ræða, hitahlífar og fleirra ámóta eiga að gefa betri nýtni, þessi sett henta yfirleit illa í svona ferðir þar sem flest tjaldsvæði bjóða upp á eldunaraðstöðu á venjulegu rafmagnshelluborði og verða pottar þá að vera þannig að þeir leggist vel að helluni. Þetta upfylla oft góð stálpotasett, álið á það til að verpa sig meyra og tapar þvi nýtni og nýtiskusettin eru alveg vitagagnslaus þar sem þeim er haldið á lofti frá helluborðinu með ymiskonar festingum og hitahlífum.
Fjarskipti og Samskipti
Hér er á stórum þætti að taka þar sem rafmagnstæki ýmiskonar eru að verða síalgengari meðal ferðafólks hvernig svosem það ferðast. Ég ætla að reyna að stytta mál mit hérna enn geta þes helsta sem ég hef að geyma. Ég bíst við að gera betri úttekt og reynslulýsingu á sér síðu síðar.
Til samskipta við umheimin nota ég Nokia 5230 GSM síma með 3G tækni. Þessi sími er svolítið laskaður hjá mér og heftir það fulkomnar áætlanir mínar um notkun hans.
Þá er ég með Lenevo X120e fartölvu þessi 11,6“ tölva hefur reynst ágætlega hingað til. Hún var valin vegna styrkleyka hennar og góðrar hönnunar. Ég horfði mikið í lyklaborðið og umgjörð vélarinnar. Ég reyni að hafa ekki of mikið af forritum inni í vélinni enn það sem ég er með er ma.Garminforitin MapSourse,BaceCamp og nRroute, Einföld myndaforitt frá Cannon og Nokia samskiptaforrit fyrir símann Ég ætla ekki að spekka hana upp hér frekar að svo stödu.
Til að vita hvar éger er Garmin Colarado GPS tæki meðferðis og er það staðsett á styrisstama hjólsins, þetta tæki hef ég átt í nokkurn tíma og er byrjaður að líka ágætlega við. Í tækinu er ég með leiðavalshæf Islandskort, Evropukort, og svo eru hlutakort af þeim svæðum sem farið er yfir í Noregi einnig í tækinu.
Myndavelinn er nett en góð Cannon G9 vél, hun gefur flesta sömu möguleika og SRL velar meðal annars töku á RAW formati. Þá er ég með Lee 75 filterasett og polarisfilter meðferðis sem hægt er að festa með adapter framan við linsu vélarinar.
Til að hafa nóg rafmagn á allt saman þarf auðvitað mismunandi hleðslutæki og allt viktar þetta helling. Til að einfalda málið aðeins er ég með EX-8000 lithium rafhlöðupakk frá Energizer. Þetta kítt gefur möguleyka á extra 3 tímum á tölvuna og að stinga í samband nánast öllum mögulegum smáraftækjum og hlaða þau upp.
MB3 spilari er einnig meðferðis
Jæja þessi linkur verður uppfærður og stílgerður frekar síðar.
flottur listi hjá þér en ég mæli með að þú takir með þér SPOT tæki það veitir gífurlegt öriggi og geta þá líka allir vinir og vandamenn séð hvar þú ert staddur
það fæst hjá AMG aukaraf
Sæll Gunni og takk fyrir innlitið og ábendinguna.
Já þú ert ekki sá fyrsti sem hefur séð að SPOT tækið vanti í græjubúnaðinn. Það er aldrey að vita nema það fái að fljóta með. ég kannast við græjuna.
Enn svona til að fræða þig og aðra að þá skrifaði ég þennann græjulista að mestu leiti um borð í Norrænu þegar ég var á leiðinni á hjólinu upp í Åramsund í fyrra og það hefur lítið verið hreyft við honum síðan, þannig að einthverjar breitingar verða á búnaði núna og á ég vonandi einig eftir að uppfæra listann.
Gangi þér vel að hrella strákanna í vinnuni
kv.
Símon