Þá læt ég loksins heyra frá mér aftur. Þegar þetta er skrifað er ég í Belgrad í Serbíu, búinn að hjóla liðlega 3320 kílómetra og ferðadagarnir orðnir 66 talsins. Ferðin hefur þokast nokkuð frá því ég skrifaði um Danmörku.
Síðastliðinn mánuð hefur harðdugleg móðir mín Sigurjóna Scheving verði að hjóla með mér. Allt tekur þó enda og nú koma leiðir okkar mömmu til með að skilja hér í Belgrad, hún heldur í átt til vinnu á Íslandi og ég með mitt plan austur á móti nýjum ævintýrum. Það er ekki laust við að það sæki að mér smá surl í magann yfir breytingunum sem koma til með að verða. En þó svo engir tengiliðir séu eftir hef ég hitt hér í Serbíu annað hjólafólk sem eru á svipuðu róli og ég. Tvö pör, eitt frá Þýskalandi og annað frá Fraklandi, svo einn Þýskan strák sem hefur nokkuð svipuð plön og ég, höfum við skipst á samskipta upplýsingum og ætlum í tilfellum að vera í sambandi á leiðinni.
En ég ætlaði ekki að skrifa mikið um það svæði sem ég er á núna á. heldur reyna að vinna aðeins upp það tímabil sem eftir er frá umfjölluninni um Danmörku og byrja á pistli um Þýskaland. Lesendur sem bíða óþreyjufullir eftir Serbíupistli verða bara að vona að ég fái marga rigningardaga á næstunni svo ég sitji fast við skriftir frekar en hjólreiðar.
Þýskaland fyrir þýskumælandi dagana 11 – 21 apríl
Í hnotskurn

Ég hafði viðkomu í Þýskalandi í 11 daga og 10 nætur. Hjólaði 517km, gisti í tjaldi í 4 nætur og í heimahúsi í Berlín 6 nætur.
Það má segja að ferðin í gegnum Þýskaland hafi að miklu einkennst af flötu þægilegu hjólalandslagi og hvítvínsdrykkju, yfirleit ágætis veðri og oftast meðbyr. Strax og komið út úr ferjunni við Rostock hélt ég af stað eftir hjólaleið sem nefnist Köpenhagen –Berlin og fylgdi ég henni alla leið til Berlín. Helstu kennileiti Berlínar skoðuð og staldrað við í nokkra daga. Frá Berlín voru farnar minna þekktar leiðir í austurátt að ánni Odra sem skilur að Þýskaland og Pólland, þar var ánni fylgt í suður að Frankfurt (Odera) eftir fallegri og þektri hjólaleið sem þekkist undir því að hjóla Odra. Þaðan var farið yfir landamærin til Póllands.

Kom það mér á óvart og fór aðeins í taugarnar á mér að vel skipulagt vestrænt land sem rekur metnaðarfulla framleiðslu skuli ekki hugsa út í að annað en þýskumælandi fólk sé á ferð um landið. Ég get alveg fyrirgefið svona hluti í þriðja heiminum en mér þykir þetta óþarfi hér. það kom mér talsvert á óvart hve ég átti erfitt með að eiga samskipti bæði við fólk og upplýsingaskilti. Jafnvel á flottum tjaldsvæðum var það í rétt einstaka tilfellum sem starfsfólk talaði ensku og handatáknmálinu mátti sleppa. Að þessu sögðu þá bættu þýskaranir það upp með góðu samgöngukerfi. Það hefur verið sagt að Þýskaland bjóði upp á gott vegakerfi. Því er að sama skapi farið með hjólreiðamannvirki og viðast tekið mikið tillit til þess við hönnun umferðamannvirkja að hjólandi vegfarendur séu á svæðinu. Mér fannst það hreint frábært hve vel skiltuð hjólaleiðirnar sem ég fylgdi var með örlitlum afmörkum að vísu. svipaðar sögur er hægt að segja af flestum samgönguleiðum sem ég fylgdi, hvort sem það var lestar í Berlín, gönguleiðir eða aðrar hjólaleiðir.


Hjólaleiðinn Köpenhagen –Berlin er hugsuð sem sumarleyfisferð á milli þessara Höfuðborga. 630km löng og skemmtilega létt leið. Ég hafði lítið kynt mér leiðina fyrir og kann ekki þýsku svo ég hef sjálfsagt brunað óþarflega hratt framhjá mörgum áhugaverðum sögustöðum sem leiðin bíður uppá og vert hefði verið að stöðva við. Það tók mig 4 daga að komast til Berlín og gisti ég allstaðar á tjaldsvæðum, veðrið var yfirleit ágæt en köldu nóttunum var ekki alveg lokið einþá. Svo ef þú ákveður að fara þessa leið sem skoðunarferð um flatt Þýskt landslag og skógarsvæði, vertu þá annaðhvort búinn að kynna þér áhugaverða staði á leiðinni áður eða hreinlega læra þýsku.


Það var komið myrkvað kvöld þegar ég dinglaði bjöllunni hjá Mingó og Súsí þar sem ég ætlaði að halda til næstu daga. Móðir mín þekkir þau ansi vel en ég aldrei séð, svo ég vissi ekki alveg við hverju ég ætti að búast. Skrekkurinn var þó farin áður en ég komst svo langt sem inn fyrir þröskuldinn, og fljótlega var búið að hella í fyrsta hvítvínsglasið. Mingó vinnur hjá útvarpsstöðinni Antena Brandenburg, semur bækur og heldur fyrirlestra auk þess að vera með lítið útgáfufyrirtæki heima hjá sér. Suzi er enskukennari í skóla sem veitir uppkomnu fólki sem hefur orðið útundan í mentakerfinu annað tækifæri. Það er ekki hægt að segja annað en þar hafi verið tekið vel á móti manni með allskonar uppákomum, skoðunarferðum og aðstoð á hinn ýmsa máta.
Og nú var líka komið að Góðum hittinni Því í Hjólaferðalagið bættist móðir mín og var meiningin hjá henni að vera með mér eins lengi og henta myndi suður Evrópu. Hún er Leiðsögumaður með Þýska ferðamenn á Íslandi og hafði góðan tíma áður en sumarvertíðin myndi hefjast, svo skemmir ekki fyrir að Þýsku kunnáttan er auðvitað mjög góð. Móðir mín hefur haft nokkuð mikla dvöl í Berlín, en þetta er í fyrsta skipti sem ég kem þangað og þó svo ég sé ekki sérlega mikið fyrir æsilegt borgaröngþveiti voru helstu kennileiti Berlínar skoðuð. Það var ekki bara það heldur var einnig farið með mig í klippingu, verslað inn nokkuð af hjóladóti sem stóð útundan og meira að segja farið á handboltaleik í Max-Schmeling handboltahöllinni þar sem Berlínarrefirnir Fuchse Berlin með Dag Sigursson sem þjálfara möluðu andstæðinga sína sem ég veit ekki einu sinni hverjir voru.





Eftir 6 daga viðdvöl í Berlín var ég byrjaður að ókyrrast og vildi halda áfram ferðinni til Póllands. Við vorum því fjögur sem lögðum af stað fyrstu kílómetrana þar sem Mingó og Súsí leiðbeindu okkur mömmu út fyrir borgarmörkinn. Eftir kveðjustund Héldum við tvö áfram í áttina austur að Oder eftir nokkuð umferðarmiklum götum.
Við erum það snemma á árinu að mörg tjaldsvæði eru enn lokuð og svo var einnig um tjaldsvæðið í Gross Neuendorf, smáþorp þar sem við fengum að setja upp tjaldið á óundirbúnu tjaldsvæðinu, já og nóttin reyndist sumum köld. Daginn eftir fylgdum við hjólaleiðinni suður með Oder ánni að borgini Frankfurt (Oder) þar sem við yfirgáfum síðan Þýskaland og Pólland tók við. Þessi síðari hjólaleið með ánni er að öllum líkindum nokkuð vinsæl á sumrin og gaf sá stutti partur sem við fórum góða tilfinningu fyrir skemmtilegri leið með kaffiausastemningu yfir hátímabilið. Fyrir fólk sem er að sækjast eftir léttri og fallegri leið er þetta einn af möguleikunum. Er hægt að kynna sér leiðina hér.



Í Næsta pistli verður svo fjallað betur um ferðina í Póllandi og þessi uppfærður til frískari vegar.