Ætli það séu ekki frekar fáir áhangendur orðnir á þessari síðu? En svona til upplýsinga á þá er ég Komin til Kína, en bara rétt yfir landamærin og ferðinni enganvegin lokið.
Ég hef ekki uppfært þessa síðu í háa herrans tíð, og hef tekið þá ákvörðun að gera það ekki í einthvern tíma í viðbót. Ég stefni þó að gera einthvað í henni framtíð. En þangað til þá vil ég benda á facebooksíðu sem ég hef mestmegnis notað undafarið við að koma frá mér smá pistlum
Ég vona að þið lítið þangað inn. En takk fyrir að kíkja hér inn annars lagið, þessi síða verður vonandi skemtilegri síðar meyr, en hefur verið svaka slöpp hjá mér í lengri tima.
Nú er hægt að fara í slánna Ferlar og nálgst stöðukort af farinni leið, eða einfaldlega íta á þennann link www.arcgis.com. Ragnar Þrastarson félagi í Björgunarsveit Hafnarfjarðar og landfræðingur hjá Mannvit útbjó þetta snildar kort fyrir mig sem inniheldur ferilinn úr Garmin GPS tækinu mínu ásamt helstu vegpunktum.
Vegna afmarka á síðuni er ekki hægt að byrta kortið nema á þennan máta eins og er.
Þá læt ég loksins heyra frá mér aftur. Þegar þetta er skrifað er ég í Belgrad í Serbíu, búinn að hjóla liðlega 3320 kílómetra og ferðadagarnir orðnir 66 talsins. Ferðin hefur þokast nokkuð frá því ég skrifaði um Danmörku.
Síðastliðinn mánuð hefur harðdugleg móðir mín Sigurjóna Scheving verði að hjóla með mér. Allt tekur þó enda og nú koma leiðir okkar mömmu til með að skilja hér í Belgrad, hún heldur í átt til vinnu á Íslandi og ég með mitt plan austur á móti nýjum ævintýrum. Það er ekki laust við að það sæki að mér smá surl í magann yfir breytingunum sem koma til með að verða. En þó svo engir tengiliðir séu eftir hef ég hitt hér í Serbíu annað hjólafólk sem eru á svipuðu róli og ég. Tvö pör, eitt frá Þýskalandi og annað frá Fraklandi, svo einn Þýskan strák sem hefur nokkuð svipuð plön og ég, höfum við skipst á samskipta upplýsingum og ætlum í tilfellum að vera í sambandi á leiðinni.
En ég ætlaði ekki að skrifa mikið um það svæði sem ég er á núna á. heldur reyna að vinna aðeins upp það tímabil sem eftir er frá umfjölluninni um Danmörku og byrja á pistli um Þýskaland. Lesendur sem bíða óþreyjufullir eftir Serbíupistli verða bara að vona að ég fái marga rigningardaga á næstunni svo ég sitji fast við skriftir frekar en hjólreiðar.
Þýskaland fyrir þýskumælandi dagana 11 – 21 apríl
Í hnotskurn
smá pós
Ég hafði viðkomu í Þýskalandi í 11 daga og 10 nætur. Hjólaði 517km, gisti í tjaldi í 4 nætur og í heimahúsi í Berlín 6 nætur.
Það má segja að ferðin í gegnum Þýskaland hafi að miklu einkennst af flötu þægilegu hjólalandslagi og hvítvínsdrykkju, yfirleit ágætis veðri og oftast meðbyr. Strax og komið út úr ferjunni við Rostock hélt ég af stað eftir hjólaleið sem nefnist Köpenhagen –Berlin og fylgdi ég henni alla leið til Berlín. Helstu kennileiti Berlínar skoðuð og staldrað við í nokkra daga. Frá Berlín voru farnar minna þekktar leiðir í austurátt að ánni Odra sem skilur að Þýskaland og Pólland, þar var ánni fylgt í suður að Frankfurt (Odera) eftir fallegri og þektri hjólaleið sem þekkist undir því að hjóla Odra. Þaðan var farið yfir landamærin til Póllands.
Svarta strykið er leiðinn sem farin var
Kom það mér á óvart og fór aðeins í taugarnar á mér að vel skipulagt vestrænt land sem rekur metnaðarfulla framleiðslu skuli ekki hugsa út í að annað en þýskumælandi fólk sé á ferð um landið. Ég get alveg fyrirgefið svona hluti í þriðja heiminum en mér þykir þetta óþarfi hér. það kom mér talsvert á óvart hve ég átti erfitt með að eiga samskipti bæði við fólk og upplýsingaskilti. Jafnvel á flottum tjaldsvæðum var það í rétt einstaka tilfellum sem starfsfólk talaði ensku og handatáknmálinu mátti sleppa. Að þessu sögðu þá bættu þýskaranir það upp með góðu samgöngukerfi. Það hefur verið sagt að Þýskaland bjóði upp á gott vegakerfi. Því er að sama skapi farið með hjólreiðamannvirki og viðast tekið mikið tillit til þess við hönnun umferðamannvirkja að hjólandi vegfarendur séu á svæðinu. Mér fannst það hreint frábært hve vel skiltuð hjólaleiðirnar sem ég fylgdi var með örlitlum afmörkum að vísu. svipaðar sögur er hægt að segja af flestum samgönguleiðum sem ég fylgdi, hvort sem það var lestar í Berlín, gönguleiðir eða aðrar hjólaleiðir.
Mjög víða eru hjólastígar, aðgengi fyrir fatlaða og skypulag samgöngumanvirkja í góðum málum á þeim svæðum í Þýskalandi sem ég fór um. Og það er tekið tillit til umferðar annara, til dæmis má sjá að hér hefur ökumaður passað sig á að fara ekki inn á merktan hjólastíg
Það var með mjög fáum undantekningum að ég gat ekki á mjög einfaldan máta farið alla leiðina frá Rockstokk til Berlínar með því að fylgja svona skyltum sem segja til um reiðhjólaleiðir til næstliggjandi bæja og svo eru undirskylti sem tákna ákveðnar leiðir með mismunandi táknmerkjum
Hjólaleiðinn Köpenhagen –Berlin er hugsuð sem sumarleyfisferð á milli þessara Höfuðborga. 630km löng og skemmtilega létt leið. Ég hafði lítið kynt mér leiðina fyrir og kann ekki þýsku svo ég hef sjálfsagt brunað óþarflega hratt framhjá mörgum áhugaverðum sögustöðum sem leiðin bíður uppá og vert hefði verið að stöðva við. Það tók mig 4 daga að komast til Berlín og gisti ég allstaðar á tjaldsvæðum, veðrið var yfirleit ágæt en köldu nóttunum var ekki alveg lokið einþá. Svo ef þú ákveður að fara þessa leið sem skoðunarferð um flatt Þýskt landslag og skógarsvæði, vertu þá annaðhvort búinn að kynna þér áhugaverða staði á leiðinni áður eða hreinlega læra þýsku.
Á þessu tjaldsvæði var ég eina tjaldið og ekki einsdæmi hjá mér, enda enþá frekar kalt og fólk ekki alment byrjað að ferðast á þennann máta. Hér töluðu rextraraðilar svæðisinns ekki orð í ensku.
ég er mjög ánægður með MSR Dragonfly prímusinn minn sem er orðin allavega 15 ára gamall og hefur þjónustað mig vel í gegnum tíðinna. umfram marga aðra bensinprímusa er mjög auðvelt að stylla hitalogan a þessum og því verður allt sem heitir eldamenska auðveldari viðfangs. gallin er þó meyri fyrirferð, þingt og fleirri ýhlutir sem geta bilaðÞetta er á fjórða degi í Þýskalandi og þegar þetta hús byrtist mér allt í einu taldi ég mig vera kominn inn í austurhluta Þýskalands en ég ef í raun ekki hugmynd um það.
Það var komið myrkvað kvöld þegar ég dinglaði bjöllunni hjá Mingó og Súsí þar sem ég ætlaði að halda til næstu daga. Móðir mín þekkir þau ansi vel en ég aldrei séð, svo ég vissi ekki alveg við hverju ég ætti að búast. Skrekkurinn var þó farin áður en ég komst svo langt sem inn fyrir þröskuldinn, og fljótlega var búið að hella í fyrsta hvítvínsglasið. Mingó vinnur hjá útvarpsstöðinni Antena Brandenburg, semur bækur og heldur fyrirlestra auk þess að vera með lítið útgáfufyrirtæki heima hjá sér. Suzi er enskukennari í skóla sem veitir uppkomnu fólki sem hefur orðið útundan í mentakerfinu annað tækifæri. Það er ekki hægt að segja annað en þar hafi verið tekið vel á móti manni með allskonar uppákomum, skoðunarferðum og aðstoð á hinn ýmsa máta.
Og nú var líka komið að Góðum hittinni Því í Hjólaferðalagið bættist móðir mín og var meiningin hjá henni að vera með mér eins lengi og henta myndi suður Evrópu. Hún er Leiðsögumaður með Þýska ferðamenn á Íslandi og hafði góðan tíma áður en sumarvertíðin myndi hefjast, svo skemmir ekki fyrir að Þýsku kunnáttan er auðvitað mjög góð. Móðir mín hefur haft nokkuð mikla dvöl í Berlín, en þetta er í fyrsta skipti sem ég kem þangað og þó svo ég sé ekki sérlega mikið fyrir æsilegt borgaröngþveiti voru helstu kennileiti Berlínar skoðuð. Það var ekki bara það heldur var einnig farið með mig í klippingu, verslað inn nokkuð af hjóladóti sem stóð útundan og meira að segja farið á handboltaleik í Max-Schmeling handboltahöllinni þar sem Berlínarrefirnir Fuchse Berlin með Dag Sigursson sem þjálfara möluðu andstæðinga sína sem ég veit ekki einu sinni hverjir voru.
Ég man ekki alveg hvort þessi mynd sé tekinn upp í toppi dómkyrkjunar í Berlín eða í húsi sem biður upp á hraðskreiðustu lyftu í Evrópu en við fórum í báðar þessar byggingar að skoða okkur umÉg hef sjaldan verið rólegur inn í stórborgum og fynst allt vera á yfirsnúning inn i þeim. Berlín er en af þessum borgum sem ég verð að komast í sérstakan gir til að njóta verunar í þeimÞað var farið í Hjólabúðir í miðborg Berlínar og keypt eitt og annað sem ekki var búið að gera á Íslandi eða þótti ekki tímabært. t.d. öflugur lás og speigill, mamma keyti einnig ymsan varning t.d. svefnpoka og fleirra. við komumst að því að ef meininginn er að fara í hjólaferð út frá Berlín og þig vanhagar um einthvern hjólabúnað er í flestum tilfellum mun heppilegra og ódýrarar að kaupa hann í Berlín en á Íslandi.Spaketí að hætti Súzyar var afbragðsfæði þar sem við mútta vorum rifin upp úr standsetningu á hjólunum. Væri snild ef ég væri svona fínn kokkur, en ég kan bara ekkert að elda!!!Mingó og Susi fylgdu okkur ut úr msta borgarskarkalanum að hjólaleið sem átti síðan að leiða okkur að ánni Odra. Leiðinn átti þó eftir að takka nokkrum breytingum og lítlsháttar töfum vegna vegavinnu sem ekki var hægt að komast framhjá.
Eftir 6 daga viðdvöl í Berlín var ég byrjaður að ókyrrast og vildi halda áfram ferðinni til Póllands. Við vorum því fjögur sem lögðum af stað fyrstu kílómetrana þar sem Mingó og Súsí leiðbeindu okkur mömmu út fyrir borgarmörkinn. Eftir kveðjustund Héldum við tvö áfram í áttina austur að Oder eftir nokkuð umferðarmiklum götum.
Við erum það snemma á árinu að mörg tjaldsvæði eru enn lokuð og svo var einnig um tjaldsvæðið í Gross Neuendorf, smáþorp þar sem við fengum að setja upp tjaldið á óundirbúnu tjaldsvæðinu, já og nóttin reyndist sumum köld. Daginn eftir fylgdum við hjólaleiðinni suður með Oder ánni að borgini Frankfurt (Oder) þar sem við yfirgáfum síðan Þýskaland og Pólland tók við. Þessi síðari hjólaleið með ánni er að öllum líkindum nokkuð vinsæl á sumrin og gaf sá stutti partur sem við fórum góða tilfinningu fyrir skemmtilegri leið með kaffiausastemningu yfir hátímabilið. Fyrir fólk sem er að sækjast eftir léttri og fallegri leið er þetta einn af möguleikunum. Er hægt að kynna sér leiðina hér.
Það var mjög fallegt að hjóla eftir göngustíginum Þýskalandsmeginn að Frankfurt (odra) þar sem við fórum yfir landamærin til Þýskalands. Hérna erum við í smábænum Gross Neuendorf þar sem við gystum í tjaldi síðustu nótina i ÞýskalandiJá ég átti stundum bjór í töskunni til að svolgra niður eftir hjóladaginn. þessi var búinn að vera til óþarflega lengi og var reyndar til í nokkra daga í viðbót eftir þennannLiðið var að kveldi þegar við kvöddum þýskaland með virðulegri máltíð við ánna Odra og fórum yfir til Póllands
Í Næsta pistli verður svo fjallað betur um ferðina í Póllandi og þessi uppfærður til frískari vegar.
Jæja ég er í Póllandi þegar þetta er skrifað og er ekki en búin að koma frá mér pósti um Hjólaleiðangurinn í gegnum Þýskaland, og það er einnig á miklu að taka við komandi skrif um Pólland og hlakkar ég mikið til að ljúka við þá tvo pistla, enda á miklu er á að taka og tímabilið hefur verið skemtilegt. Það hefur þó reinst mér þrautin þyngri að fynna mér góðan tíma til þess verks fyrir öllu hjólaríinu og meðfylgjandi. Um leið og ég biðst afsökunar á seinaganginum vona ég að lesendur síni mér smá biðlund.
Til að það heyrist einthvað frá mér ákvað ég að skella inn pistli sem ég var byrjaður að útbúa í Norænu á milli Íslands og Danmörku. Þetta er uppryfjun af Klifurleiðangri sem ég og félagar mínir foru á fjallið Ama Dablam árið 1998. Ég ætlaði mér að gera þá ferðasögu viðameiri og því setti ég hana ekki in fyrr. en ég sé ekki fram á að geta einbeit mér mikið frekar að því að klára hana á næstuni þar sem aðrar frásagnir hrugast einnig upp.
Æ á hver gjöf að gjalda var málshátturinn sem ég fékk í ltla páskaegginu sem Vikkala dóttir Fríðu gaf mér.
580km hjólaðir í landinu.
Ef satt skal segja hefur ferðin um Danmörk ekki verið mjög frábrugðin því sem ég átti von á. Í flesta staði verði á þá lund sem ég vænti fyrir utan þann kulda sem átti að vera á bak og burt. Ég skyldi því eftir nokkuð af hlýrri búnaðinum á Íslandi. En þar með er ég ekki að setja samnefnara við að ferðin hafi verið leiðinleg. Nei alls ekki.
Midelfartvej á Fjónu er langur beinn vegur
Kaflinn um Danmörk hefur einkennst af heimsóknum, og það öllum góðum. Ég var 11 nætur í Danmörku og notað tjaldið eingöngu fyrstu tvær næturnar en að öðru leiti verið í heimagistingum hjá vinum og skyldfólki. Heimsótt 10 heimili á ferð minni um landið sem ég hefði viljað gefa öllum betri skil en ég kem til með að gera hér.
Hjólreiðarnar sjálfar hafa aftur á móti ekki verið eins aðlaðandi og það fólk sem ég hef verið hjá á leiðinni umlandið, og er það ástæðan fyrir því að ég rek mig frekar í gegnum heimsóknarferilinn í þessum pistli frekar en að skýra mikið frá hjólreiðunum sjálfum. Ég verð þó aðeins að staldra við á götum og stígum. Tíðin hefur verið köld eins og áður var minnst á og einkennst af óhagstæðum vindáttum flest alla dagana sem ég hef verið á ferðinni. Vorið er seint á ferðinni í ár auk þess sem ég er það snemma á árinu að landið er ekki kominn sá gróandi sem þarf til að það skarti sínum bestu klæðum. Setur það auðvitað talsverðan svip á ferðina. Danmörk er land sem ætti að vera vel til þess fallið að hjóla um. Flatt eða öldót og engin há fjöll eða stífar brekkur, þetta er alkunna. Hinsvegar get ég ekki dregið af því að ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum. Auðvitað eru aðstæðurnar miklu betri til hjólreiða en á Íslandi, og ég ef stundum sagt að hver kílómetri í Danmörku er sjálfsagt ekki lengri enn 800metrar, en með við hvað þeir gera mikið úr sinni hjólamenningu, að þá… Ég hélt að það væru betri vegaxlir til hjólreiða víðast hvar og um það bil þriðji hver ökumaður er ekkert sérstaklega tiflitsamur. Ég held það komi út frá því að Danir eru svolítið fastir inn í boxi og lagahræddir mjög. Þeir eiga oft erfitt með að komast út fyrir „kassann“. Mín sjón er að ef danskur bílstjóri á rétt samkvæmt lögum að þá heldur hann sínu striki á veginum sama hvað er betra fyrir aðra vegfarendur. Þeir eru ekki mikið að víkja eða hæga á sér, eða víkja yfir á annan vegarhelming þó svo engin sé að koma á móti. Þetta er sem betur fer ekki algilt. Aftur á móti passa þeir sig mikið á því að gera ekkert á hlut annarra ef það er þeim ekki lagalega hlít. Mér finnst það ákaflega óviðeigandi að flautað sé hástöfum á mig ef ég er stopp út í vegakanti, einhver staðar þar sem ég á kannski ekki alveg að vera þó nákvæmlega þó alls engin hætta sé á ferðum og er að gramsa í kortunum til að finna réttar leiðir. Mér finnst gott að minnast á það í samhengi þegar ég var að hjóla eftir hjólreiðastíg í Odense og kona ein sem ætlaði sér frá bensínstöð út á götuna var kominn inn á hjólreiðastíginn og þegar hún sá mig koma í rólegheitum varð hún alveg gersamlega skelfingu lostin því var auðvitað búinn að gera á minn hlut. Ég varð líka alveg skelfingu lostin og baðaði út höndunum þegar ég tók eftir því að hún rak snökt í bakkgír í hræðslukasti sínu og bæng.. Hún þrusaði á bílinn sem var kominn fyrir aftan hana með leiðinda skemmdum á báðum ökutækjum. Jæja þá er ég búinn að fá útrás fyrir hroka í garð Dana. Það mega þeir þó eiga að
Að meðaltali hef ég verið að hjóla 72km á dag þá daga sem ég hef verið á ferðinni en 48km á dag ef letidagarnir eru teknir inn í. Það er nokkuð undir því sem ég hafði áætlað fyrirfram, þar sem dagleiðinn að meðaltali hljómaði upp á 55km á dag. Leiðarplanið hefur líka breyst nokkuð frá upphaflegri áætlun, og þó svo ég tók lest frá Odense til Roskilden, og fékk far þvert í gegnum Kaupmannahöfn varð leiðinn sem ég hjólaði 20km lengri enn sú sem ég áætlaði fyrst og er ástæðan þar helst krókurinn sem ég tók til Eiríks.
Eins og ég sagði frá í síðasta pistli byrjaði ferðin um Danmörk á Seinkunum, því ferjan náði ekki að leggjast að bryggju vegna hvassviðris. Það varð til þess að tveir menn sem ég kynntist í ferjunni náðu ekki annarri ferju yfir til Noregs og sá þriðji byr í Hirtshal þar sem ferjan leggst að og bauð í kaffi heim til sín. Það var því ekki fyrr en undir kvöld sem ég lagði af stað hjólandi suður Jótland. Næstu þrír dagar einkenndust að mestu á mótvindi og köldum svefnlitlum nóttum á tjaldsvæðum. Ég var strax byrjaður að sjá eftir því að hafa skilið við mig stóran hluta af hlýja búnaðinum á Íslandi.
Í upphafi ætlaði ég mér að hjóla eina af ríkishjólaleiðum Danmörku suður á bóginn meðfram vesturströnd Jótlands. En suðvestan mótvindur sem stefndi af hafi gerði þær ætlanir ekkert sérstaklega áhugaverðar og því hélt ég mig við mis umferðamikla sveitavegi, þangað til ég bankaði uppá dyrnar hjá Eiríki vini mínum sem býr í Skjern, sem aftur er á miðhluta Jótlands. Hjá Eiríki og Konunni hans Elínu var ég í tvær nætur með þægnilega rólegum afslöppunardegi. Elín var komin að því að eiga þeirra annað barn en það kom ekki á þeim tíma sem ég var hjá þeim þó allt andrúmsloftið bar keim af þeirri eftirvæntingu. Eiríkur og Elín eignuðust síðan stúlku nokkrum dögum síðar. Til lukku með það.
Það var skroppið í skoðunarferð að Skaven
Eiríkur fylgdi mér úr hlaði um morguninn 2 apríl og ferðinni haldið áfram að næsta næturstað. Nú var frændi minn og fjölskylda sem býr rétt utan við Kolding takmark dagsins og gekk þessi dagur mun betur en erfiðir dagar suður Jótland. Hreiðar og Guðrún búa á einskonar herragarði og væsti ekki um mig þar Það má segja að þau séu að passa húsið fyrir eiganda þess og í húsinu er einnig rekin ferðaskrifstofan Icetravel þar sem Guðrun starfar en Hreiðar sér um viðhald hússins.
Ég var búinn út með nestispakka frá Eiríki sem innihélt þetta líka fína spaketí og kjötsósu. Ekki slæmt að gæða sér á því.
Frændi og fjölskylda kvöd og haldið til Odense
Áfram að næsta stoppi sem er minn gamli heimabær Odense á Fjóni. Já fyrir einum 12 árum gerði ég tilraun til að setjast að í ríki Danmerkur. Sú vera entist þó ekki nema í rúma sex mánuði en var mjög lærdómsrík og ég hefði ekki viljað sleppa þeirri veru. Það sem helst aftraði mér er tungumálið sem ég kunni ekkert í á þeim tíma og þó svo ég sé síður en svo sleipur í dönskunni átaði ég mig á því þegar ég var kominn til Þýskalands að ég hafði ekkert notað ensku til samskipta við Dani.
Nú var en ein heimsókninni á dagskrá. Siggi frændi minn býr í kolonihaves garði í Odense http://www.soendergaardshaver.dk/ lífið þar sýnist snúast um einfaldleika og sérstakt andrúmsloft. Mér var boðin velkominn með einum dönskum öl og svo fylgdu markir aðrir á eftir sem sötraðir voru fram á kvöld, fyrst út í garði í félagskap nágrana, svo færðumst við inn í veröndina og að lokum inn í hús þegar kalt var orðið. Ég bíst við að aðstæðurnar og lífið þarna sé ekki það sem allir kjósa, en það er viss sjarmi yfir staðnum og ég hefði alls ekki viljað sleppa honum úr enda gestrisni Sigga mjög góð.
Það er búið að leggja rafmagn að húsinu hans sigga en hann vill frekar notast við vindaflið. hér er einfaldleikinn í fyrirrúmi og það var notarlegt að sofna við arineld og vona að morguninn yrði ekki mjög kaldur
Siggi frændi er vígalegur náungi með sitt mikla skegg. En á sama tíma mikil hugljúfi sem vill að manréttindi séu virt í heiminum
Sjáland var næst. Veðurspáin leiðinleg og ég má ekki hjóla yfir Stórabeltisbrúnna svo ég tók lestin frá Odense yfir til Roskilden.
Herlev er úthverfi Kaupmannahafnar og er mörgum Íslenskum námsmönum kunnugt fyrir námsmannagarðana sem þar eru. En semsagt þangað fór ég næst. Stuttur hjóladagur, ekki nema 35km Í Herlev búa Sjöfn og Einar með tveimur dætrum sínum þeim Evu Sóllilju og Herdísi.
Sjöfn er tvíburasystir Eiríks sem ég var hjá í Skjern nokkrum dögum áður. Þá má segja að ég hef tengst þeim nokkuð vel í gegnum tíðina sem góðum vinum og einnig Gretti sem er bróðir þeirra systkina. Grettir hjólaði með mér af stað í upphafi ferðarinnar norður í Hvalfjörð. En það er einungis lítilfjörlegt með við hvað við höfum gert saman í gegnum tíðina og er hægt að skrifa margar blaðsíður um, en þar á meðal eru ótal viðburðir, ferðir, björgunarsveitaútköll og hvaðeina á íslandi og ferðir okkar fjögra hafa meira að segja teygt sig alla leið til Ástralíu.
Ég gisti tvær nætur hjá Sjöfn, réðst reyndar inn í mitt matarboð hjá þeim en var bara boðin velkomin og fékk bita af þessum líka dásemdarkjúlla. Kósí kvöld hjá dætrunum og páskaeggjaleit renna mér væntanlega seint úr minni og reyndar öll góða veran hjá þeim hjónum. Jonni og Hulda Búa einnig þarna á stúdentagörðunum og eru félagar í Björgunarsveitinni. Þau komu við í heimagerðar hnossgætispitsur hjá Sjöfn og Einari seinna Kvöldið, þá nýkominn frá heimsókn til enn eins kollegans í Svíþjóð.
Skvísunar og mæðgunar Sjöfn og Eva Sóllilja glaðar í bragði enda von til. Páskaeggin voru á næsta leiti, það var bara að fynna þau.
Einar var kominn á fætur fyrr en allir aðrir og útbjó skemtilegan ratleik þar sem fjölskyldan var drifin út í naprnn morguninn og með hjálp GPS tækis átti að fynna súkklaðipáskaeginn
Anna systir mín og fjölmiðlafulltrúi hjólaferðarinnar hefur í gegnum tíðina verið mishrifinn af því ef ég sækist að vinkonum hennar, en í þetta skipti var systir mín víðs fjærri svo ég notaði tækifærið og fór í heimsókn til Fríðu. Ég skil alveg af hverju systir mín hefur Fríðu sem vinkonu sína. Ég kann mjög vel við hana og öll fjölskyldan virkaði vel á mig. Eftir að hafa verið leystur út með væntanlega mjög nytsamlegri bókagjöf fékk ég helling af skemmtilegum spurningum um hjólaferðina frá eldri dótturinni sem er að mér skilst mikil áhugakona um landafræði.
Vikkala er mikill áhugamaður um ferðina til Kína og spurði nokkuð margra spurninga þegar feimin var runnin af henni , ein var "ætlarðu í alvöru að gera þetta???"
Já og heimsóknabröltið tekur ekki enda strax. Því Haukur og Heiðrún eru einnig vinir mínir í björgunarsveitinni en hafa búið í Danmörku í nokkur síðustu ár. Þau búa í Solrød Strand suður af Kaupmannahöfn. En áður en ég fór með þeim var mér boðið í íslenskt og danskt lambalæri með tilheyrandi hjá skyldfólki Heiðrúnar í Kaupmannahöfn. Ætli þetta sé ekki síðasta Íslenska lambakjötið sem ég fæ í langan tíma, enda var um að gera að njóta þess. Haukur og Heiðrún voru líka þau síðustu sem ég heimsókti. Og eftir spjall um gamla og nýja tíma yfir nokkrum bjórum var lagst til svefns. Dagin eftir morgunmatur og meyra spjall en síðan var ekki til seturnar boðið og haldið á móti vindi til Falster.
Haukur og Heiðrún í dyragættini Hrannar Logi og Þórir Björn vildu frekar kveðja út um eldhúsgluggann
Það beið mín kalt húsið hans Stebba móðurbróður míns þar. En hverju hóteli betra þegar kyndingin var komin á. Stefán var nefnilega stungin af til Íslands en gerðist svo rausnarlegur að eftirláta mér húsið til afnota, búin að undirbúa komu mína með bjórinnkaupum og mat. Tvær nætur var ég í húsinu hans á Falster, og notaði tíman meðal annars til að gera grunnin að þessum pistli.
Gamla brúinn yfir á Falster frá Vordingborg er 3ja km langur leggur yfir austursjóinn
Síðasti dagurinn minn í Danmörku var að hjóla 36km leið til Gedser þar sem ég tók ferjuna til Þýskalands. Pistill um þýskaland kemur síðar, en hjólreiðarnar til Gedser voru með ágætum og öðrum dögum óvant var gott veður og vindur hagstæður.
Ferðbúinn og klár
Ég fór ekki út fyrir hússins dyr í heilann dag og sat við tölvusriftir í húsinu hans Stebba frænda sem hann hafði eftirlátið mér til afnota. það er ekki ofmetið að mikill tími fer í svona tölvubras og stundum væri gott að vera laus við hana, en þá myndu pistlanir mínir heldur ekki verða til.
svona lítur hún út ferjan sem flutti mig yfir til Þýskalands skommu eftir að þessi mynd var tekinnÉg splæsti í Grænmetishlaðborð í ferjuni á Hagkaupsverði 99,9 kr danskar og rándýrt kókgals með. þetta var reyndar alveg vel þess virði og ég fór saddur frá borði
Nú er ég kominn til Eiríks og Elínar í Skjern á Jótlandi. Og er þar í Góðu yfirlæti. En ég ætla að láta vera að tala um ferðina í Danmörku núna. Ég mun segja þá sögu síðar þegar lengra verður haldið. En skýra núna frá ferðinni í Norrænu hér yfir hafið.
Það leit vel út til siglingar á miðvikudaginn 28 þegar ég yfirgaf vistina hjá Elínu og Sverri
Það var ekki löng röðin sem beið við höfnina á Seiðisfirði klukkan hálf fimm á miðvikudaginn 28 mars. Starfsmennirnir hjá Austfar voru búnir að giska á að það yrðu um 20 manns með, enn mér sýndist það vera einhverju færra en það. Allt gekk samkvæmt áætlun og skipið lét úr höfn rétt fyrir klukkan átta og við tók þriggja sólahringa ferð yfir hafið til Hirtshal í Danmörku. Á þessum árstíma er siglingum með ferjunni milli Íslands og Færeyja ekki lofað, þar sem þetta er lágannatími í ferðamannaþjónustunni og ferjan er aðallega að flytja fisk og annan varning sem fraktflutning. Það var líka rólegt um að litast í siglingunni yfir til Færeyja.
Við vorum fjórir einstaklingar á ferð sem fljótlega tóku tal saman og mynduðu kunningsskap yfir hafið, hverjum öðrum ólíkari. Þrír áttu það sameiginlegt að hafa áhuga á hjólum. Tveir af þeim á mótorhjólum og einn á Reiðhjólum. Tveir á leiðinni til Noregs í vinnu, einn heim til sín í Hritshal í Danmörku og sá fjórði á leið til Kína á Reiðhjóli. Tveir höfðu áður hist um borði í ferjunni við svipaðar aðstæður enn hinir aldrei hist áður.
Við Húgo vorum saman i Klefa. Húgo var á leið til Noregs í vinnu sem umsjónarmaður með golfvelli skammt frá Bergen. Kalli einnig á leið til Noregs í málningarvinnu í Stavanger, hann er mikill mótorhjólakappi og ekur um á Harley Davidson. Og svo var það Davíð frændi eins og hann var kallaður, ég náði því aldrei almennilega hvaða vinnu hann stundar enn hann hefur búið í Hirtshal til fjölda ára.
Fjórir ferðafélagar um borð í kaffiterjuni í Norrænu Davíð, Húgo, Kalli og Símon
Ferðin var svo sem ágæt með að við ferjusiglingu. Ég notaði mikið af tímanum við skriftir. Verður afrakstur skrifta birtur á vefsíðunni þegar ég er búinn að laga það aðeins betur til. En ekki er alveg hægt að sitja endalaust við skriftir og var því notalegt að standa upp annars lagið og spjalla við nýju kunningjana.
Það var stoppað í Færeyjum í nokkra klukkutíma og ég skellti mér í stutta skoðunarferð um miðbæ Þórshafnar. Þarna bættist talsvert í farþegahópinn, 700 Færeyingar á leið til Danmörku brettu ásýnd þess tóma andrúmslofts sem var búið að vera í ferjunni. Nú var líka öll venjuleg þjónusta og afþreying í skipinu opnuð. Ég mæli með því fyrir þá sem ferðast með Norrænu að skella sér eitt kvöld á vel útilátið kvöldverðarhlaðborðið þó svo það kosti nokkra peninga. Þetta gerðum Húgó, Kalli og ég. Morgunverðarhlaðborðið er líka fínt en ég átti svo mikið til matar að ég sleppti því alveg. En ég fór í gufu og merkilega baðaðstöðu skipsins sem er staðsett neðst og fremst í skipinu.
Ég skrapp Örlitla stund milli skrifa í land hjá frændum okkar Færeyjingum og litaðist um í miðbæ Þórshafnar
Ég hafði ætlað mér að halda af stað suður Jótland um leið og skipið myndi leggjast að bryggju, en það átti eftir að breytast örlítið. Það var svo sterkur vindur að ekki var hægt að leggjast að fyrr enn 3 klukkutímum eftir áætlaðan tíma og svo tók einnig langan tíma að afferma. Húgó og Kalli höfðu þá þegar misst af ferjunni til Noregs svo við fórum og fengum okkur flotta hamborgara á bryggjuveitingarstaðnum í Hirtshal og svo var okkur boðið í kaffi til Davíðs þar sem var spjallað um heima og geyma. Það var því ekki fyrr enn hálf sjö um kvöldið sem ég kvaddi nýju kunningjana og lagði af stað hjóla suður á bóginn fram í myrkur.
Loksins komst skipið að bryggju, enn vindstyrkur og átt varð þess valdandi að það varð að bíða útifyrir í nokkrar klukkustundirÞað leyndist kafbátur í Höfninni í Hirtshal
Þá er Ég kominn á Seiðisfjörð. Ferjan Norröna liggur við Bryggju og ég er búinn að versla miða fyrir ferðinna til Hirtshal í Danmörku. Ég kveð Ísland í dag.
Ferðinn frá Hafnarfirði til Seiðisfjarðar hefur gengið vonum framar. Rétt smávæginleg atriði hafa komið upp sem kom í raun ekki á óvart. Veður hefur verið mér hliðholt meðað við hverju má búsat við um miðjann vetur á Íslandi. Ferðinn norðurleiðinna á Íslandi hefur enkenst af góðu viðmóti og gestrisni.
Kvöldið áður enn ég lagði af stað frá Hafnarfirði var haldið kveðjupartý í húsnæði björgunarsveitarinnar, þar sem heilmargir vinir, kunningar og skyldfólki komu í spjall og kökur. Gestabókinn taldi 69 nöfn og ég var mjög ánægður með kvöldið, sem ég þurfti að hafa minna fyrir enn ég bjóst við því margir komu með veitingar, ég fékk meira að segja sendar kleinur með hraðsendingu frá Hvammstanga . Ég þakka öllum sem komu að þessu kvöldi kærlega fyrir komuna og aðstoðinna.
Það voru búnar að vera maragr svefnlitlar nætur fyrir brotför enn svo er eins og hleypt hafi verið úr stórri blöðru þegar ég lagði af stað morguninn eftir. þá var einnig talsvert af fólki komið, og margir vopnaðir reiðhjólum til að fara með mér fyrsta spölinn. Tökumaðurinn Sigurður Jakobsson frá sjónvarpinu kom vopnaður Kvikmyndavél og má sjá afraksturinn sem byrtist í Kastljósinu mánudaginn eftir hér Einnig var fultrúi frá Bæjarblaði Hafnarfjarðar Fajarðarpóstinum á svæðinu og var ferðinni gerð góð skil í næsta tölublaði vikuni seinna.
Dagurinn gekk mjög vel. Tveir bílar frá björgunarsveitinni fylgdu hópnum úr hlaði og upp að Húsasmiðjuni í Grafarholti þar sem flestir héldur til baka með bilunum, enn vinir mínir þeir Bergur og Grettir fylgdu mér langt upp í Hvalfjörð. Ég er ekki frá því að þegar þeir félagar skyldu við mig hafi fyrst hellst yfir mig sú tilfininng að ég væri endanlega lagður af stað í þessa langferð. Nóttinn var svo skítköld þar sem ég hafði tjaldað í Réttinni í námnd við aflegjarann yfir dragann.
Ég var illa upplagur og þreyttur fyrstu nóttina. Ég fann þó mjög gott tjaldstæði þessa nótt í einum af dilkunumí rétt í Hvalfirðinum
Ég var svosem búinn að tala um að ef ég teldi mig þurfa far hluta af leiðinni myndi ég bara gera það. Enn ég átti ekki alveg von á því að það yrði strax á öðrum degi. Það horfði ekki vel út á sunnudeginum vegna óveðurs sem var í aðsigi og sá ég mér þann kost vænstan að snýkja far yfir Holtavörðuheiðina til að verða ekki veðurteptur sunnanmeginn við heiðinna, það koma en betur í ljós síðar meyr hvað þetta var góð ákvörðun, þar sem ég náði að nyta mjög góðann veðurglugga yfir Möðrudalsöræfinn þar sem ég hefði annars lent í sterkum mótvindi liklega þurft að taka far þar yfir í staðinn fyrir að geta bara slappað af, kominn tímalega til austurlands.
Annars er ferðin búinn að vera auðveldari enn ég átti von á. Og allir tilbúnir til að aðstoða mig. Ég gisti tvær nætur á Hvammstanga hjá Önnu frænu minni og manninum henar honum Baldvin. Skagafjörðurinn tók á móti mér með leiðindar mótvindi, sem aftur leiddi til góðs, þegar ég beigði inn Norðurdalinn og yfir Öxnadalsheiðinna til Akureyrar. Vinkona mín Águsta Valdís sem vinnur hjá Icelandair hotel kom því til leiðar að ég fékk inni hjá þeim bæði á Akureyri og Eigilsstöðum og þakka ég kærlega fyrir notarlegar gystingar og frábært viðmót hjá starfsfólkinu.
Skíðagleraugu og vetrargalli komu sér vel í vindinum á toppi Öxnadalsheiðar
Hér má líta mestu vegfarartálmana alla leiðinna frá Hafnarfirði til Seiðsfjarðar. Ekki íkja mikil ástæða til að vera á nagladekkjum, enn það var ekki vitað fyrirfram.
Eitt af því sem gefur svona ferðum mikið gyldi er að kynnast nýju fólki og svo varð á Laugum Í Reykjadal, þar sem vinafólk Önnu frænku frá Hvammstanga vildu hýsa mig eina nótt. Það var frekar stutt dagleiða frá Akureyri að laugum enn ég sé alls ekki eftir því að hafa stoppað þar enda hafði það ekki áhrif á heildarferil ferðarinnar. Að slappa af í Pottunum á Laugum og fá snildargóðann ofnbakaðan fisk í matinn er ekkert til að fúlsa yfir og öll gestrisnin í heild mjög góð. Þakka ég Tomma og Guðný kærlega fyrir gistinguna þá nótt.
Leiðinn frá Laugum að Egilstöðum gekk líka vonum framar. Er því helst að þakka mjög góðu veðri á fjöllunum. Ég var ekki nema 2 daga yfir fjöllin og til Egilsstaða. Reystar voru tjaldbúðir i Möðrudal í leysingardrullu og ekki með neit hald í tjaldhælunum, enn um nóttinna fraus allt niður. Þrátt fyrir mikla hitasveflu var kallt uppi á Öræfunum, aðalega vegna sunnanáttar sem hreif með sér kalt loft ofan öllu hálendinu.
Ég varð semsé vel tímalega á Egilstöðum og Icelandair leifði mér að vera tvær nætur á hótelinu á Héraði. Það var kærkomið að komast á Egilstaði, þar sem beið mín meðal annars kassi með dóti sem ég hafði fengið að heimann, meðal annars mjög góð ferðadekk og gat ég því losað mig við þung og leiðinleg nagladekkinn sem ég hafði verið að böglast á alla leiðinna austur, án þess að hafa í raun þurft að nýta eiginleika þeirra nokkuð alla leiðinna, en það var auðvitað ekki séð fyrir. Á Eigilstöðum hitti ég líka á Frænku mína hana Þrúðu og manninn hennar Gulla þar sem þau búa í Fellabæ og eins og annarstaðar fékk ég mjög góðar móttökur hjá þeim. Einnig kom Siggi Guðjóns vinur minn í heimsókn, enn hann býr á Fáskrúðsfirði þessi misserin. Það var líka kærkomið að geta látið Sigga taka með sér einthvað af þeim vetrarbúnaði sem ég er búinn að hafa meðferðis á íslandi og náði að létta farangurinn um örfá kíló.
Síðasti leggur leiðarinar um Ísland var yfir Fjarðarheiðinna. Leiðinn er ekki nema 26km löng en heiðin rís upp í 620 metra hæð og er nokkuð brött bæði upp frá Egilstöðum og eins niður í Seiðisfjörð. Þar að auki gerði veðurspáinn ráð fyrir 12-14 m/s vindi af suð-austri sem er þá mikið til mér í fang á þessari leið. En með því að beita „brekkutækninni“ sem einfaldlega felst í því að hreynsa hugan af lengd og tíma, setja í lágu gírana og jafnvel góða mússik í eyrun, var leiðinn ekkert stórmál og ég var 2 ½ tíma yfir á Seiðisfjörð, mun stytri tíma enn ég bjóst við.
En semsagt þegar þetta er skrifað sit ég í stofuni hjá Frænku minni henni Elínu og manninum henar honum Sveini og er búinn að vera hér tvær nætur við vellistingar og góðan félagsskap. Nú er bara bíð eftir að byrjað verði að hleypa inn í ferjuna. Þetta er ekki háannatími og mér skyldist á þeim á skrifstofu Norðurfars þegar ég fór og keypti miðann í gær að umþaðbil 20 manns væru skráðir í þessa ferð. Skipið siglir allt árið en það er engum ferðum lofað og aðalega er um fraktflutninga að ræða og því lágmarksþjónusta um borð.
Á Seiðisfirði eins og víða annarstaðar á landsbygðinni er manni vel tekið ef enthvað bjátar á og ég ætlaðið mér að skypta um olíu á gírhubbinum á hjólinu. Það á að gera það á 5000km fresti og er þetta í fyrsta skypti hjá mér. Ég leitaði á náðir áhaldahúsi bæjarins til að ég gæti lagað kjagaðan sexkant tið að skemma ekki tappann í dryfinu enn í stað þess að fá að slípa af sexkantinum var mér boðin full aðstaða skypta um þessa 25ml af olíu. Ef áfram heldur sem horfir á ég von á mjög góðri ferð allt til loka, enn það er fullmikil bjartsýni að búsat við slíku.
Ef ég verð ekki of sjóveikur mun ég reina að skrifa einthvað í ferjuni varðandi búnað, hjólatækni eða annann fróðleik og troða því inn á heimasíðina við tækifæri í Danmörku.
Jæja Nú er ég að setja ofan í töskunar og undirbúa hjólið fyrir morgundaginn eftir að hafa verið með mjög gott kveðjuhóf fyrir vini og kunningja.
Það er ekki laust við að ég sé þreittur eftir undirbúninginn síðustu vikur, en ég verð tilbúinn til að leggja af stað Klukkan 09: oo í fyrramálið 17.03.2012. Það eru nokkrir af mínum félögum sem ætla að fylgja mér af stað í fyrramálið og það er ekki laust við að ég fyllist stolti yfir þeim viðbrögðum sem ég hef verið að fá vegna ferðarinar og heling af fólki búið og boðið til að aðstoða mig við alla möguleiga hluti.
Á morgun geri ég ráð fyrir að vera einthverstaðar í Hvalfirðinum þegar ég mun leggjast til hvílu, og þá væntanlega þreitur eftir daginn. veðurspáinn er svosem þvolanleg meðað við hvað má búast við á þessum árstíma.
Jæja ætla að klára niðurpökkuninna og drífa mig í háttinn
Þetta er að gerast og stressið fer vaxandi. Ég er alveg á fullu alla daga núna að klára lausa enda. Ég gef mér þó tíma í þetta sinn til að skrifa eina bloggfærslu.
Tíminn flýgur áfram og það eru ekki nema 10. dagar þangað til ég ætla að leggja af stað. Það virðist ótrúlega mikið vera eftir í undirbúninginum og ég vona að ég sitji ekki uppi með einthvað sem ég næ ekki að klára. það er svo markt sem mig langar til að hafa meyri tima í áður enn ég fer, en ég ætla ekki að fresta farardeginum frekar ég er búinn að gefa mér þónokkuð meiri tíma enn ég ættlaði í fyrstu svo þetta er ákveðið.
Brottför er ákveðinn frá Húsnæði Björgunarsveitar Hafnarfjarðar þann 17. mars 2012 klukkan 09:00
Það eru allir sem vilja velkomnir að líta við og segja bless eða jafnvel að dusta vetrarrykið af sínum fák og hjóla af stað með mér eins langt og hver hefur áhuga á. Það ætti ekki að vera mörgum ofviða þar sem ég fer hægt yfir, enda kemur hjólið mitt til með að vigta nálægt 60kg. Vissara er að hafa það í huga að enn er vetur og það gæti verið kalt og jafnvel ísing eða snjór á götum.
Ég er kominn með megnið af þeim búnaði sem mig vantaði og það verður allavega ekki þannig að mig vanti það mikilvæga hluti að ég geti ekki lagt af stað þeirra vegna. það er jú líka til svolítið sem heitir póstflutningar og það er alveg hægt að nýta sér þá þjónustu auk þess sem ég er ekki neinstaðar á hjara veraldar þó það sé vetur. Íbúðinn er frágenginn í leigu en það situr eftir að klára viðhald á henni sem ég hefði gjarnan viljað klára, enn ég á mjög góða vini og fjölskyldu sem segjast bara vera tilbúinn til að klára þau atriði fyrir mig og ég get andað rólega yfir því. Ég þakka kærlega fyrir það, en það er auðvitað er viss uggur í mér fyrir það.
Greinilegt er að ferðalagið er byrjað að spyrjast út. ég er byrjaður að hitta svolítið af fólki á götunni sem er að spyrja mig út í ferðina og sína henni áhuga. og það er ekki allt því á miðvikudaginn kom Kastljóss á RUV og tók mig tal og mér skylst að sýna eigi viðtalið á morgunn föstudaginn 9. mars. mér fanst ég koma hálf kjánalega út í viðtalinu og það er vonandi að þau ná að klippa enthvað skemmtilegt saman. það var reyndar líka ágætt að fá þau í heimsókn því þá loksins dreif ég í því að koma búnaðinum á hjólið.
Það hefur vakið athygli að ég ætla mér að hjóla á Islandi yfir þennan síðvetrartíma og því meyra þegar það heyrist að ég ætli að fara norðurleiðina til Seiðisfjarðar. Ástæðan fyrir norðurleiðinni er einföld. ég fór suðurleiðinna í sumar og núna langar mér einfaldlega fara norðurleiðanna, en það eru blendnar tilfiningar eins og veðurfarið er núna og upphaflega ætlaði ég mér bara að taka þann tíma sem þyrfti til að koma mér á Seyðisfjörð. þó svo það myndi þýða nokkra daga töf í tjaldi enthverstaðar í skítaveðri. enn nú er tímaraminn orðinn þrengri og ég ætla mér að vera kominn í ferjuna 28 mars. þetta þýðir að ég hef í raun ekki nema mesta lagi 10 daga til að koma mér austur og það er knaft á þessum árstíma. hjólið þungt og ég ætla verð á viðnámsmiklum nagladekkjum, ofan á það er svolítið vetrarslen á mér þannig að það er bara að krossleggja fingur og vonast eftir hagstæðum veðrum og færð. það er þó viðbúið að ég verði að taka mér far enthvern spöl, en það verður þá bara að vera þannig.
Jæja nóg í bili og ég læt vonandi heyra í mér aftur áður enn 10. dagar eru liðnir.
Jæja þetta er fyrsti pósturinn sem ég skrifa vegna hjólaleiðangursins frá Íslandi til Kína.
Það er ekki laust við að Hnúturinn í maganum stækki með hverjum deginum sem líður. Síðasti vinnudagurinn í Noregi var síðasta laugardag og ég er alfarið farinn að undirbúa brottför, sem eins furðulega og það er er ég ekki kominn með brottfarardagsetningu ennþá, nema hvað ég er byrjaður að sjá framm á að geta lagt af stað frá Hafnarfirði í Mars. það virðist vera óendanlega mikið eftir í undirbúninginum og ætlið það sé ekki ein liðurinn í því að maður telur sig reyndar aldrei alveg tilbúinn, hversu mikið sem búið er að gera. Það sem situr út af borðinu hjá mér er að ganga frá íbúðinni, redda afgangnum af búnaðinum, styrkja tengslanetið og markt fleirra. þetta smellur samt vonandi allt hvað af öðru næstu vikurnar. Eða það verður eginlega bara að gera það.
Fyrsta kortið af leiðinni er komið inn á Kínalinkinn á höfuðslánni og einnig hægt að hlekkja sig þangað Hér.
Ég hef líka verði að uppfæra þessa vefsíðu og er það á ágætri leið, þó svo ég sé slappur tölvugúru. Þannig að einthverjir upplýsingalinkarnir eru ennþá hálf tómir. enn það horfir til betri vegar eins og vonandi markt annað.
Jæja ég læt þetta nægja sem fyrsta póstinn og sjáumst síðar þegar nær dregur.