Ísland til Kína

Leiðaráætluninn

Farinn leið 05 Júní 2012  (linkur)

Allt um Leiðangurinn.

kynningarbækling á leiðangrinum sem tekur á því helsta er hægt að nálgast hér.

Búnaðarlistan er hægt að fá hér

Herna er hægt að nálgast bloggfærslur Leiðangursins frá Íslandi til Kína

Upplistaðar spekkar leiðarinnar eru hér.

Spurt og svarað .  Svör við algengum spurningum sem ég fæ eru hér.

Hvað ég hef að segja um leiðinna í lengra máli kemur í belg og biðu hérna fyrir neðan.  þetta framhald er enn í vinnslu

23 thoughts on “Ísland til Kína

  1. Sæll Friðrik. Jú ég verð með bankareikning, og auðvitað er mjög fínt ef einthverjir eru til í að styrkja mann. Ég hef samt ekki opinberað reikninginn enþá enn mun gera það í þann mund sem ég legg af stað.

   Takk fyrir að líta inn.

 1. Á visir.is segir að þú áætlir ferðakostnað um tvær til þrjár millljónir fyrir utan útbúnað og ferðatíma tíu mánuði til ár, sem gerir um 200 – 300 þúsund á mánuði, ennfremur að þú ætlir að gista sem mest í tjaldi.

  Afhverju svona mikið, þetta er u.þ.b. það sem ég fæ útborgað á mánuði?

  1. Kannski að ég geti svarað þessu: Ferðakostnaður frá Íslandi til Danmerkur og frá Kína til Íslands með hjól ca. 400.000 kr. Síðan er bara takmarkað sem hjólið ber og því þarf að kaupa alskyns hluti og þjónustu sem við þurfum ekki að borga fyrir dagsdaglega. Ef það er t.d. of vont veður til að tjalda þá þarf að kaupa gistingu. Ef það er ekki hægt að finna tjaldstæði þá þarf að kaupa gistingu. Ef einhver stelur úr gírnum þá þarf að kaupa það. Oft þarf að kaupa mat og drykk á veitingastöðum. Það er mjög margt sem tínist til og getur komið uppá á svona löngu ferðalagi, þannig að ég held að þetta sé nú frekar varlega áætlað. Mér finnst þetta frábært framtak og ef ég hefði ekki skuldbindingar þá væri ég meira en til í að fara með í ferðina. Mér finnst það reyndar mjög glannalegt að vera að fara einn í svona ferð.

   Kveðja,

   Björn

  2. Sæll þór

   Takk fyrir spurninguna.
   Til að byrja með að þá er þetta tala sem ég hef slegið upp enn er engin sanleikur.

   Ég get tekið undir það með þér að þetta er nokkuð há tala. 44$ pr.dag m.v. 2 miljónir og 12mánuði. Ef ég fer í þröngu skylgreininguna s.s. 3m, 10mánuður er þetta 79$ og þá mundi ég lifa flottu lífi ef ekkert óvænt kemur upp á. Ef ég næ að framkvæma leiðangurinn á jafn ódýrann máta og vona að þá verður kostnaðurinn minni enn fyrra dæmið sýnir.
   Inn í töluna er ég líka búinn að taka inn í óvænt áföll, og það er einnig ymsir hliðarverkendi fletir, s.s. viðhaldskostnaður, flug heim, vegabréfsáritanir, tryggingar og annað slíkt. og þó að hótel í þriðja heiminum séu ekki dýr er ég tilneyddur til að vera talsvert inn á þeim vegna landvistarleyfa.

   Ég kem vonandi (ekki loforð) til með að halda kostnaðartölum í ferðinni opinberum á vefsíðuni. svo þér og öðrum er velkomið að fylgjast með framvinduni.

   Kveðja
   Monsi

 2. Mér finnst þetta bara flott hjá þér elsku karlin.Geri nú sammt ráð fyrir að eiga eftir að hugsa til þín og hafa fullt af áhygjum.En óska þér alls góðs.Já endilega settu upp reikning svo hækt verði að stirkja þig.Knús á þig.

 3. Þetta er glæsilegt framtak hjá þér Símon – Ég vona að þetta gangi allt eins og í sögu. Ég hef lengi viljað fara í slíkt ferðalag! Endilega birtu bankaupplýsingar svo hægt sé að styrkja þig – ekki hægt annað!

 4. Frábært framtak og verður sepnnandi að fylgjast með þessu. Að fara einn á reiðhjóli er ekkert gaman mál en einhverjir hafa jú gert slíkt og komist vel frá. Þú átt eftir að kynnast því að því meira sem þú ert “úti á landsbyggðinni” í löndunum því auðveldara og oft ódýrara verður lífið og fólkið skemmtilegra. Finnst þessi kostnaður ekkert of reiknaður enda betra að hafa varasjóð ef óvæntir hlutir koma upp sem þeir gera örugglega. Það er betra að lengja tímann og hafa til þess peninga og ná til Kína en þurfa að sprengja sig á tíma og skemma ferðina vegna peninga.
  Gangi þér vel

 5. Þetta er rosalega spennandi ferð. Ég ætla að bæta þessari síðu í bókmerin hjá mér. En af hverju ákvaðstu að fara í gegnum Mið-Asíu í stað Indlands?

  1. Skil reyndar af hverju þú ferð ekki í gegnum Indland eftir að hafa lesið síðuna aðeins meira. Silkvegurinn fer ekki í gegnum Indland. Hér eru tvær skemmtilegar bækur sem þú getur hlustað á um þetta.

   Shadow of the Silk Road
   http://www.audible.com/pd/ref=sr_1_1?asin=B002V5B5HO&qid=1331587745&sr=1-1

   og

   Adventure Capitalist: The Ultimate Investor’s Road Trip
   http://www.audible.com/pd/ref=sr_1_1?asin=B002V1A3RG&qid=1331587778&sr=1-1

   Báðar þessar bækur fjalla m.a um ferðir á svipuðum slóðum. Ég mæli með því að þú fáir þér áskrift að Audible.com svo þú hafir eitthvað til að hlusta á. Hér er linkur sem þú getur notað til að fá 2 ókepis bækur til að byrja með :

   http://www.audible.com/twit2

 6. Sæll Símon. Mér finnst gaman að fylgjast með fólki sem hefur kjark til að gera eitthvað sem aðrir telja ekki normalt. Gangi þér vel.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: