Æ á hver gjöf að gjalda var málshátturinn sem ég fékk í ltla páskaegginu sem Vikkala dóttir Fríðu gaf mér.
580km hjólaðir í landinu.
Ef satt skal segja hefur ferðin um Danmörk ekki verið mjög frábrugðin því sem ég átti von á. Í flesta staði verði á þá lund sem ég vænti fyrir utan þann kulda sem átti að vera á bak og burt. Ég skyldi því eftir nokkuð af hlýrri búnaðinum á Íslandi. En þar með er ég ekki að setja samnefnara við að ferðin hafi verið leiðinleg. Nei alls ekki.

Kaflinn um Danmörk hefur einkennst af heimsóknum, og það öllum góðum. Ég var 11 nætur í Danmörku og notað tjaldið eingöngu fyrstu tvær næturnar en að öðru leiti verið í heimagistingum hjá vinum og skyldfólki. Heimsótt 10 heimili á ferð minni um landið sem ég hefði viljað gefa öllum betri skil en ég kem til með að gera hér.
Hjólreiðarnar sjálfar hafa aftur á móti ekki verið eins aðlaðandi og það fólk sem ég hef verið hjá á leiðinni umlandið, og er það ástæðan fyrir því að ég rek mig frekar í gegnum heimsóknarferilinn í þessum pistli frekar en að skýra mikið frá hjólreiðunum sjálfum. Ég verð þó aðeins að staldra við á götum og stígum. Tíðin hefur verið köld eins og áður var minnst á og einkennst af óhagstæðum vindáttum flest alla dagana sem ég hef verið á ferðinni. Vorið er seint á ferðinni í ár auk þess sem ég er það snemma á árinu að landið er ekki kominn sá gróandi sem þarf til að það skarti sínum bestu klæðum. Setur það auðvitað talsverðan svip á ferðina. Danmörk er land sem ætti að vera vel til þess fallið að hjóla um. Flatt eða öldót og engin há fjöll eða stífar brekkur, þetta er alkunna. Hinsvegar get ég ekki dregið af því að ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum. Auðvitað eru aðstæðurnar miklu betri til hjólreiða en á Íslandi, og ég ef stundum sagt að hver kílómetri í Danmörku er sjálfsagt ekki lengri enn 800metrar, en með við hvað þeir gera mikið úr sinni hjólamenningu, að þá… Ég hélt að það væru betri vegaxlir til hjólreiða víðast hvar og um það bil þriðji hver ökumaður er ekkert sérstaklega tiflitsamur. Ég held það komi út frá því að Danir eru svolítið fastir inn í boxi og lagahræddir mjög. Þeir eiga oft erfitt með að komast út fyrir „kassann“. Mín sjón er að ef danskur bílstjóri á rétt samkvæmt lögum að þá heldur hann sínu striki á veginum sama hvað er betra fyrir aðra vegfarendur. Þeir eru ekki mikið að víkja eða hæga á sér, eða víkja yfir á annan vegarhelming þó svo engin sé að koma á móti. Þetta er sem betur fer ekki algilt. Aftur á móti passa þeir sig mikið á því að gera ekkert á hlut annarra ef það er þeim ekki lagalega hlít. Mér finnst það ákaflega óviðeigandi að flautað sé hástöfum á mig ef ég er stopp út í vegakanti, einhver staðar þar sem ég á kannski ekki alveg að vera þó nákvæmlega þó alls engin hætta sé á ferðum og er að gramsa í kortunum til að finna réttar leiðir. Mér finnst gott að minnast á það í samhengi þegar ég var að hjóla eftir hjólreiðastíg í Odense og kona ein sem ætlaði sér frá bensínstöð út á götuna var kominn inn á hjólreiðastíginn og þegar hún sá mig koma í rólegheitum varð hún alveg gersamlega skelfingu lostin því var auðvitað búinn að gera á minn hlut. Ég varð líka alveg skelfingu lostin og baðaði út höndunum þegar ég tók eftir því að hún rak snökt í bakkgír í hræðslukasti sínu og bæng.. Hún þrusaði á bílinn sem var kominn fyrir aftan hana með leiðinda skemmdum á báðum ökutækjum. Jæja þá er ég búinn að fá útrás fyrir hroka í garð Dana. Það mega þeir þó eiga að
Að meðaltali hef ég verið að hjóla 72km á dag þá daga sem ég hef verið á ferðinni en 48km á dag ef letidagarnir eru teknir inn í. Það er nokkuð undir því sem ég hafði áætlað fyrirfram, þar sem dagleiðinn að meðaltali hljómaði upp á 55km á dag. Leiðarplanið hefur líka breyst nokkuð frá upphaflegri áætlun, og þó svo ég tók lest frá Odense til Roskilden, og fékk far þvert í gegnum Kaupmannahöfn varð leiðinn sem ég hjólaði 20km lengri enn sú sem ég áætlaði fyrst og er ástæðan þar helst krókurinn sem ég tók til Eiríks.
Eins og ég sagði frá í síðasta pistli byrjaði ferðin um Danmörk á Seinkunum, því ferjan náði ekki að leggjast að bryggju vegna hvassviðris. Það varð til þess að tveir menn sem ég kynntist í ferjunni náðu ekki annarri ferju yfir til Noregs og sá þriðji byr í Hirtshal þar sem ferjan leggst að og bauð í kaffi heim til sín. Það var því ekki fyrr en undir kvöld sem ég lagði af stað hjólandi suður Jótland. Næstu þrír dagar einkenndust að mestu á mótvindi og köldum svefnlitlum nóttum á tjaldsvæðum. Ég var strax byrjaður að sjá eftir því að hafa skilið við mig stóran hluta af hlýja búnaðinum á Íslandi.
Í upphafi ætlaði ég mér að hjóla eina af ríkishjólaleiðum Danmörku suður á bóginn meðfram vesturströnd Jótlands. En suðvestan mótvindur sem stefndi af hafi gerði þær ætlanir ekkert sérstaklega áhugaverðar og því hélt ég mig við mis umferðamikla sveitavegi, þangað til ég bankaði uppá dyrnar hjá Eiríki vini mínum sem býr í Skjern, sem aftur er á miðhluta Jótlands. Hjá Eiríki og Konunni hans Elínu var ég í tvær nætur með þægnilega rólegum afslöppunardegi. Elín var komin að því að eiga þeirra annað barn en það kom ekki á þeim tíma sem ég var hjá þeim þó allt andrúmsloftið bar keim af þeirri eftirvæntingu. Eiríkur og Elín eignuðust síðan stúlku nokkrum dögum síðar. Til lukku með það.

Eiríkur fylgdi mér úr hlaði um morguninn 2 apríl og ferðinni haldið áfram að næsta næturstað. Nú var frændi minn og fjölskylda sem býr rétt utan við Kolding takmark dagsins og gekk þessi dagur mun betur en erfiðir dagar suður Jótland. Hreiðar og Guðrún búa á einskonar herragarði og væsti ekki um mig þar Það má segja að þau séu að passa húsið fyrir eiganda þess og í húsinu er einnig rekin ferðaskrifstofan Icetravel þar sem Guðrun starfar en Hreiðar sér um viðhald hússins.


Áfram að næsta stoppi sem er minn gamli heimabær Odense á Fjóni. Já fyrir einum 12 árum gerði ég tilraun til að setjast að í ríki Danmerkur. Sú vera entist þó ekki nema í rúma sex mánuði en var mjög lærdómsrík og ég hefði ekki viljað sleppa þeirri veru. Það sem helst aftraði mér er tungumálið sem ég kunni ekkert í á þeim tíma og þó svo ég sé síður en svo sleipur í dönskunni átaði ég mig á því þegar ég var kominn til Þýskalands að ég hafði ekkert notað ensku til samskipta við Dani.
Nú var en ein heimsókninni á dagskrá. Siggi frændi minn býr í kolonihaves garði í Odense http://www.soendergaardshaver.dk/ lífið þar sýnist snúast um einfaldleika og sérstakt andrúmsloft. Mér var boðin velkominn með einum dönskum öl og svo fylgdu markir aðrir á eftir sem sötraðir voru fram á kvöld, fyrst út í garði í félagskap nágrana, svo færðumst við inn í veröndina og að lokum inn í hús þegar kalt var orðið. Ég bíst við að aðstæðurnar og lífið þarna sé ekki það sem allir kjósa, en það er viss sjarmi yfir staðnum og ég hefði alls ekki viljað sleppa honum úr enda gestrisni Sigga mjög góð.


Sjáland var næst. Veðurspáin leiðinleg og ég má ekki hjóla yfir Stórabeltisbrúnna svo ég tók lestin frá Odense yfir til Roskilden.
Herlev er úthverfi Kaupmannahafnar og er mörgum Íslenskum námsmönum kunnugt fyrir námsmannagarðana sem þar eru. En semsagt þangað fór ég næst. Stuttur hjóladagur, ekki nema 35km Í Herlev búa Sjöfn og Einar með tveimur dætrum sínum þeim Evu Sóllilju og Herdísi.
Sjöfn er tvíburasystir Eiríks sem ég var hjá í Skjern nokkrum dögum áður. Þá má segja að ég hef tengst þeim nokkuð vel í gegnum tíðina sem góðum vinum og einnig Gretti sem er bróðir þeirra systkina. Grettir hjólaði með mér af stað í upphafi ferðarinnar norður í Hvalfjörð. En það er einungis lítilfjörlegt með við hvað við höfum gert saman í gegnum tíðina og er hægt að skrifa margar blaðsíður um, en þar á meðal eru ótal viðburðir, ferðir, björgunarsveitaútköll og hvaðeina á íslandi og ferðir okkar fjögra hafa meira að segja teygt sig alla leið til Ástralíu.
Ég gisti tvær nætur hjá Sjöfn, réðst reyndar inn í mitt matarboð hjá þeim en var bara boðin velkomin og fékk bita af þessum líka dásemdarkjúlla. Kósí kvöld hjá dætrunum og páskaeggjaleit renna mér væntanlega seint úr minni og reyndar öll góða veran hjá þeim hjónum. Jonni og Hulda Búa einnig þarna á stúdentagörðunum og eru félagar í Björgunarsveitinni. Þau komu við í heimagerðar hnossgætispitsur hjá Sjöfn og Einari seinna Kvöldið, þá nýkominn frá heimsókn til enn eins kollegans í Svíþjóð.


Anna systir mín og fjölmiðlafulltrúi hjólaferðarinnar hefur í gegnum tíðina verið mishrifinn af því ef ég sækist að vinkonum hennar, en í þetta skipti var systir mín víðs fjærri svo ég notaði tækifærið og fór í heimsókn til Fríðu. Ég skil alveg af hverju systir mín hefur Fríðu sem vinkonu sína. Ég kann mjög vel við hana og öll fjölskyldan virkaði vel á mig. Eftir að hafa verið leystur út með væntanlega mjög nytsamlegri bókagjöf fékk ég helling af skemmtilegum spurningum um hjólaferðina frá eldri dótturinni sem er að mér skilst mikil áhugakona um landafræði.

Já og heimsóknabröltið tekur ekki enda strax. Því Haukur og Heiðrún eru einnig vinir mínir í björgunarsveitinni en hafa búið í Danmörku í nokkur síðustu ár. Þau búa í Solrød Strand suður af Kaupmannahöfn. En áður en ég fór með þeim var mér boðið í íslenskt og danskt lambalæri með tilheyrandi hjá skyldfólki Heiðrúnar í Kaupmannahöfn. Ætli þetta sé ekki síðasta Íslenska lambakjötið sem ég fæ í langan tíma, enda var um að gera að njóta þess. Haukur og Heiðrún voru líka þau síðustu sem ég heimsókti. Og eftir spjall um gamla og nýja tíma yfir nokkrum bjórum var lagst til svefns. Dagin eftir morgunmatur og meyra spjall en síðan var ekki til seturnar boðið og haldið á móti vindi til Falster.

Það beið mín kalt húsið hans Stebba móðurbróður míns þar. En hverju hóteli betra þegar kyndingin var komin á. Stefán var nefnilega stungin af til Íslands en gerðist svo rausnarlegur að eftirláta mér húsið til afnota, búin að undirbúa komu mína með bjórinnkaupum og mat. Tvær nætur var ég í húsinu hans á Falster, og notaði tíman meðal annars til að gera grunnin að þessum pistli.

Síðasti dagurinn minn í Danmörku var að hjóla 36km leið til Gedser þar sem ég tók ferjuna til Þýskalands. Pistill um þýskaland kemur síðar, en hjólreiðarnar til Gedser voru með ágætum og öðrum dögum óvant var gott veður og vindur hagstæður.




Skemmtilegt að fylgjast með 🙂 Gott að þú gefur þér tíma til að skrifa því það verður svo ómetanlegt líka fyrir þig sjálfan seinna meir að eiga þetta.
Ég var að skoða leiðina sem þú valdir og er pínu forvitin. Hvað réð því helst hvaða leið varð fyrir valinu? Áhugavert umhverfi, fólk sem þú þekkir á svæðinu, hvort það er fljótt yfirferðar, öryggi umhverfis, hita- og rakastig… o.s.frv.
Gangi þér áfram vel og umfram allt, skemmtu þér vel 🙂
Góður pistill Símon! Gott að heyra að þér leið vel hérna hjá okkur öllum í DK 🙂
kv
Haukur og Heiðrún.
Það hefði verið gaman að hjóla með þér hér um danaveldi. Enn því miður…vissi ekki um þig hér í Dk. Gandi þér vel á ferð þinni.
Skemmtilegt að lesa ferðasöguna þína Símon. Gangi þér sem allra best og njóttu í botn!
Kveðja, Kristín (hans Stjána).
Gaman að lesa þennan pístil.Vonandi að allt gangi vel hjá þér í frammtíðini.Knús á þig frá okkur Baldvin.
Gaman að lesa af ferðum þínum haldu endilega áfram að taka af og til hvíldardaga til að skrifa það er er nauðsynlegt fyrir okkur sem að fylgjumst með.
Fyrir einhvern sem hefur hug á að hjóla meira erlendis á næstu árum þá eru gefa þessir pistlar þínir góða mynd af þeim raunveruleika. Hlakka til að lesa fleiri pistla frá þér. Gangi þér vel og farðu varlega. Ófeigur T. Þorgeirsson, R.vík.