Nú er ég kominn til Eiríks og Elínar í Skjern á Jótlandi. Og er þar í Góðu yfirlæti. En ég ætla að láta vera að tala um ferðina í Danmörku núna. Ég mun segja þá sögu síðar þegar lengra verður haldið. En skýra núna frá ferðinni í Norrænu hér yfir hafið.

Það var ekki löng röðin sem beið við höfnina á Seiðisfirði klukkan hálf fimm á miðvikudaginn 28 mars. Starfsmennirnir hjá Austfar voru búnir að giska á að það yrðu um 20 manns með, enn mér sýndist það vera einhverju færra en það. Allt gekk samkvæmt áætlun og skipið lét úr höfn rétt fyrir klukkan átta og við tók þriggja sólahringa ferð yfir hafið til Hirtshal í Danmörku. Á þessum árstíma er siglingum með ferjunni milli Íslands og Færeyja ekki lofað, þar sem þetta er lágannatími í ferðamannaþjónustunni og ferjan er aðallega að flytja fisk og annan varning sem fraktflutning. Það var líka rólegt um að litast í siglingunni yfir til Færeyja.
Við vorum fjórir einstaklingar á ferð sem fljótlega tóku tal saman og mynduðu kunningsskap yfir hafið, hverjum öðrum ólíkari. Þrír áttu það sameiginlegt að hafa áhuga á hjólum. Tveir af þeim á mótorhjólum og einn á Reiðhjólum. Tveir á leiðinni til Noregs í vinnu, einn heim til sín í Hritshal í Danmörku og sá fjórði á leið til Kína á Reiðhjóli. Tveir höfðu áður hist um borði í ferjunni við svipaðar aðstæður enn hinir aldrei hist áður.
Við Húgo vorum saman i Klefa. Húgo var á leið til Noregs í vinnu sem umsjónarmaður með golfvelli skammt frá Bergen. Kalli einnig á leið til Noregs í málningarvinnu í Stavanger, hann er mikill mótorhjólakappi og ekur um á Harley Davidson. Og svo var það Davíð frændi eins og hann var kallaður, ég náði því aldrei almennilega hvaða vinnu hann stundar enn hann hefur búið í Hirtshal til fjölda ára.

Ferðin var svo sem ágæt með að við ferjusiglingu. Ég notaði mikið af tímanum við skriftir. Verður afrakstur skrifta birtur á vefsíðunni þegar ég er búinn að laga það aðeins betur til. En ekki er alveg hægt að sitja endalaust við skriftir og var því notalegt að standa upp annars lagið og spjalla við nýju kunningjana.
Það var stoppað í Færeyjum í nokkra klukkutíma og ég skellti mér í stutta skoðunarferð um miðbæ Þórshafnar. Þarna bættist talsvert í farþegahópinn, 700 Færeyingar á leið til Danmörku brettu ásýnd þess tóma andrúmslofts sem var búið að vera í ferjunni. Nú var líka öll venjuleg þjónusta og afþreying í skipinu opnuð. Ég mæli með því fyrir þá sem ferðast með Norrænu að skella sér eitt kvöld á vel útilátið kvöldverðarhlaðborðið þó svo það kosti nokkra peninga. Þetta gerðum Húgó, Kalli og ég. Morgunverðarhlaðborðið er líka fínt en ég átti svo mikið til matar að ég sleppti því alveg. En ég fór í gufu og merkilega baðaðstöðu skipsins sem er staðsett neðst og fremst í skipinu.

Ég hafði ætlað mér að halda af stað suður Jótland um leið og skipið myndi leggjast að bryggju, en það átti eftir að breytast örlítið. Það var svo sterkur vindur að ekki var hægt að leggjast að fyrr enn 3 klukkutímum eftir áætlaðan tíma og svo tók einnig langan tíma að afferma. Húgó og Kalli höfðu þá þegar misst af ferjunni til Noregs svo við fórum og fengum okkur flotta hamborgara á bryggjuveitingarstaðnum í Hirtshal og svo var okkur boðið í kaffi til Davíðs þar sem var spjallað um heima og geyma. Það var því ekki fyrr enn hálf sjö um kvöldið sem ég kvaddi nýju kunningjana og lagði af stað hjóla suður á bóginn fram í myrkur.


Takk fyrir pistilinn Símon minn! Kveðja yfir hafið! 🙂
Gaman að þessu.
Gangi þér vel með framhaldið.
Gaman að lesa af ferðum þinum gangi þer vel og vertu duglegur að blogga.
Mikið er gott að heyra að allt gekk vel yfir hafið og það er virkilega gaman að fá að fylgjast með ferð þinni. Kær kveðja, Þrúða.
Takk fyrir þetta elsku frændi.Gaman að lesa um ferðina.Gangi þér allt vel.Kveðja til Sigga ef þú hittir hann.
Gaman að lesa þetta Símon…..Gangi þér vel, og við fylgjumst með þér….
Siggi Jak,
Kastljós.. RUV..
Takk fyrir pistilinn Monsi!
Góða ferð,Ferðalangur. Á eftir að fylgjast vel með. Vertu duglegur að skrifa.