Hjólreiðaferð sem ég fór í Noregi 2010 Linkar: Það er ekkert blogg um þessa ferð. Myndir úr ferðinni.
Um ferðinna.

Ég var búinn að vera að vinna í Stamsund Á Lófoten við hafnarframkvæmdir frá því um haustið. Í einu af vakrarfrýunum sem eru 14 dagar ákvað ég að nú skyldi nærsvæðið í Noregi kannað aðeins betur.
Ég fékk mér einthvað af nýju hjóladóti, svosem BOB Apex vagn sem ég ætlaði síðan að draga á eftir hjólinu. Þarna var ég enn á gamla fjallahjólinu mínu sem ég keypti í Danmörku árið 2000 og hefur reynst mjög vel þó það sé enganveginn hannð fyrir langferðir. Þá kemur sér vel á létta byrgðini af hjólin og draga hlassið frekar á eftir sér. Ég gerði smá betrumbætingar og viðhald á hjólinu áður enn ég lagði af stað, tildæmis að skipta um návlegur og herða upp á teinunum í gjörðunum.
Ferðin byrjaði með skemtisiglingu með Hurtigrútuni upp til Hastard og tók sú verð um 17 tíma ef ég man rétt., þaðan var hjólað til Narvikur í Ofoten og svo þaðan að saltrauminum sem er ekki ýkja langt frá Bodö Áfram var haldið eftir ríkisveginum rv17 sem er National torist way og mikið að sjá. Ég fór siðst til Mosjoen, iðnaðarbær sem skartar álveri inn í miðbænum. þaðan tók ég lest til Bodö og svo ferju aftur yfir til Lofoten þar sem ég Hjóaði frá siðsta odda lofoten og aftur til vinnu í Stamsund. Þetta var skemtileg og lærdómsrík ferð. Í þessari ferð ákvað ég einnig að þetta skyldi ekki verða síðasta hjólaferðin um Noreg.