Ferðatilgerð

Jæja.  Nú styttist í ferðaupphaf hjá mér.  Hjólað í vinnuna er þemaheiti ferðarinnar og er með nokkuð réttu, þar sem ég ætla að leggja af stað heiman frá mér í Hafnarfirðinum og hjóla til Larsnes í Noregi.

Þessi síða er enn í mótun og verða sjálfsagt gerðar nokkrar smáar tilfæringar á henni næstu misserin. Síðan er aðalega hugsuð sem ferðafélagi minn og fyrir aðra að fylgjast með framvindun minni stöku sinnum, þannig að viðbrögð og svarpóstar eru vel þegnir endrum og eins.
Á komandi dögum mun ég skjóta hér inn fróðleikspistlum um búnað ferðaskipulag og fleirra, einkum þá einthvað sem tilheyrir þeirri ferð sem ég er nú að leggja upp í. Jafnvel set ég inn einthvað af myndum og grafískum upplýsingum eða krækjum bæði eftir því sem mér dettur í hug og ef enthverjar fyrirspurnir berast.  Það má þó strax benda á stikuna efst á síðuni sem ætti ao opna fyrir ykkur tengdar síður á mínu nafni.
það er ekki meininginn að segja frá daglega eða hverri steinvölu sem á leið minni verður enn í staðin tæpt á því helsta sem ber uppá annars lagið ef það er á annað borð hæft til byrtingar á svona stað.

Fljótlega mun ég gefa út gróft ferðaplan fyrir þá ferð sem ég er að fara núna í, enn vonandi lifir þessi síða lengur enn bara þessa einu ferð, enn þangað til næst læt ég þetta duga.

2 thoughts on “Ferðatilgerð

  1. Víííííí… fyrst til að kommenta 🙂 Gangi þér vel kæri crazy bró í ferðalaginu og hlakka til að fylgjast með.

  2. Þetta er ekkert smá uppátæki Símon og það verður gaman að fylgjast með þér, gangi þér vel og passaðu þig á ökuníðingunum!
    Kveðja Pálína

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: