Ferðaplanið frá Hafnarfirði á Íslandi til Larsnes í Noregi

Þá verður grófu ferðaplani loksins upplýst.  það skyptist í sinni grófustu mynd upp í þrjá parta,  Island,  sigling til Noregs og svo Noregur.  Ég er ekki alveg búinn að ákveða Hvort ég leggi af stað um miðjan dag á morgun 5júli eða miðvikudagsmorgunninn 6.júlí , það fer eftir því hvernig lokaundirbúingur gengur.

Fyrsti partur:

Það byggist á því að leggja af stað frá heimili mínu á Arnahrauninu og rúlla austur á Seyðisfjörð um suðurleiðinna á um það bil 8 dögum, og gerir það að meðaltali 85km á dag.  heildarvegalengdinn er sögð 680km og er þá meðað við að fara um Öxi.   85km á dag telst ekki sérlega mikið í þessum brasa, enn með við mitt lélega líkamlega ástand og veðurfar þetta sumarið fynst mér betra að vera með varan á.   Já ég er einnig búinn að hugsa næturgistingastaði og koma þeir út mjög svipuðu róli og þegar ég hjólaði hringinn hérna rétt fyrir rúmlega 18 árum,  ég reikna með að vera alltaf í tjaldi en annað verður þá bara lúxusplús.

Ekki að ég telji að fólk viti ekki hvernig Ísland líti út, enn svona er samt leiðar ferillinn:

http://www.wikiloc.com/wikiloc/spatialArtifacts.do?event=view&id=1829888&measures=off&title=off&near=off&images=off&maptype=S”

Næsti áfanginn er svo sigling með Norrænu yfir til Hirtshal nyrst í Danmörku.  Ferjan leggur af stað klukkan 10:00  á fimmtudaginn 14.júli og er kominn til Hirtshal þann 16.júlí  klukkan 12:30.  Þá tekur við nokkur bið, því ferjan sem síðan skutlar mér yfir til Larvik í Noregi leggur af stað 12:45 og tel ég útilokað að ætla að ná henni, þannig að ég bíð eftir seinni ferðinni og verð þá kominn inn til Larvik klukkan 02:00  að nóttu til sunnudaginn 17.júli.   þetta er vissulega frekar óheppileg tímastaða og er ég ekki enn búinn að ákveða hvernig ég meðhöndla þá stöðu, enn það leysist.  Ég hef aldrei áður siglt með Norrænu og get því ekki sagt mikið hvernig það er á þessari stundu, nema að ferjan stoppar tvo tíma í Þórshöfn í Færeyjum og fer svo beint til Danaveldis.  Það er búið að breyta áætlunarleiðum ferjunar frá því sem var á árum áður og því er engöngu siglt á milli Seyðisfjarðar og Hirtshal, með stuttu stoppi í Þórshöfn og svo til baka.

Þá er það langa kylfan með öllum skerjagarðinum.  Noregur sjálfur.

Ég hef vísvitandi ekki verið að leggja niður ákveðna gististaði hérna, reynslan sýnir mér að það virkar hvor sem er ekki mjög vel.  Nema hvað að ég ætla að stoppa í Rjúkan í Telemark og litast aðeins um þar, ætla ég að skoða skyldfólk mitt í Skien.  Þá verður farið um marga flotta staði, upp og niður krefjandi heiðar og fjallgarða, veggöng, ferjur, djúpa firði og svo mætti áfram telja.  Ég mun fara þvert um Sognsfjörðinn, um Norðurdal, Telemark kannalinn, og Sørdalen svo enthvað sé nefnt.  Ég verð svo að eiga enthvað eftir til að segja frá síðar þannig að meiri plön og sögur koma þá.

Gróft plan segir að ég verð kominn til Noregs að nóttu 17 júlí og er búinn að lofa því að vera mættur í vinnugalann í Larvík þann 3. ágúst.  þannig að raunhæfur gluggi eru 16. dagar sem ég hef til að kljást við þetta 826km leiðarplan af norska landslag og veðurfari.  Það gerir meðaldaginn uppá tæpa 52km.  Aftur þykir það ekki mikið, enn gefur mér tækifæri til að vera ekki að stressa mig um of, enda er meiningin að vera ekki á petölunum alla daga og þá fer meðaltal hinna dagana hratt upp.

Myndir og grafík sega líka marga söguna svo linkurinn á kort hér fyrir neðan sýnir leiðinn í Noregi.  Allir þessir hjólakarlar á ferlinum eru punktar á göngum sem annað hvort verður að fara í gegnum eða krækja framhjá.

http://www.wikiloc.com/wikiloc/spatialArtifacts.do?event=view&id=1829730&measures=off&title=off&near=off&images=off&maptype=S

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: