Ferðabloggið leiðinn um Island 17 – 28 Mars

Leiðinn og gystistaðir á Islandi

Þá er Ég kominn á Seiðisfjörð.  Ferjan Norröna liggur við Bryggju og ég er búinn að versla miða fyrir ferðinna til Hirtshal í Danmörku.  Ég kveð Ísland í dag.

Ferðinn frá Hafnarfirði til Seiðisfjarðar hefur gengið vonum framar.  Rétt smávæginleg atriði hafa komið upp sem kom í raun ekki á óvart.  Veður hefur verið mér hliðholt meðað við hverju má búsat við um miðjann vetur á Íslandi.  Ferðinn norðurleiðinna á Íslandi hefur enkenst af góðu viðmóti og gestrisni.

Kvöldið áður enn ég lagði af stað frá Hafnarfirði  var haldið kveðjupartý í húsnæði björgunarsveitarinnar, þar sem heilmargir vinir, kunningar og skyldfólki komu í spjall og kökur.   Gestabókinn taldi 69 nöfn og ég var mjög ánægður með kvöldið, sem ég þurfti að hafa minna fyrir enn ég bjóst við því margir komu með veitingar, ég fékk meira að segja sendar kleinur með hraðsendingu frá Hvammstanga .  Ég þakka öllum sem komu að þessu kvöldi kærlega fyrir komuna og aðstoðinna.

Það voru búnar að vera maragr svefnlitlar nætur fyrir brotför enn svo er eins og hleypt hafi verið úr stórri blöðru þegar ég lagði af stað morguninn eftir.  þá var einnig talsvert af fólki komið, og margir vopnaðir reiðhjólum til að fara með mér fyrsta spölinn.  Tökumaðurinn Sigurður Jakobsson frá sjónvarpinu kom vopnaður Kvikmyndavél og má sjá afraksturinn sem byrtist í Kastljósinu mánudaginn eftir hér   Einnig var fultrúi frá Bæjarblaði Hafnarfjarðar Fajarðarpóstinum á svæðinu og var ferðinni gerð góð skil í næsta tölublaði vikuni seinna.

Dagurinn gekk mjög vel.  Tveir bílar frá björgunarsveitinni fylgdu hópnum úr hlaði og upp að Húsasmiðjuni í Grafarholti þar sem flestir héldur til baka með bilunum, enn vinir mínir þeir Bergur og Grettir fylgdu mér langt upp í Hvalfjörð.  Ég er ekki frá því að þegar þeir félagar skyldu við mig hafi fyrst hellst yfir mig sú tilfininng að ég væri endanlega lagður af stað í þessa langferð.  Nóttinn var svo skítköld þar sem ég hafði tjaldað í Réttinni í námnd við aflegjarann yfir dragann.

Tjaldið í réttinni að morgni annars dags.
Ég var illa upplagur og þreyttur fyrstu nóttina. Ég fann þó mjög gott tjaldstæði þessa nótt í einum af dilkunumí rétt í Hvalfirðinum

 

Ég var svosem búinn að tala um að ef ég teldi mig þurfa far hluta af leiðinni myndi ég bara gera það.  Enn ég átti ekki alveg von á því að það yrði strax á öðrum degi.  Það horfði ekki vel út á sunnudeginum vegna óveðurs sem var í aðsigi og sá ég mér þann kost vænstan að snýkja far yfir Holtavörðuheiðina til að verða ekki veðurteptur sunnanmeginn við heiðinna,  það koma en betur í ljós síðar meyr hvað þetta var góð ákvörðun, þar sem ég náði að nyta mjög góðann veðurglugga yfir Möðrudalsöræfinn þar sem ég hefði annars lent í sterkum mótvindi liklega þurft að taka far þar yfir í staðinn fyrir að geta bara slappað af, kominn tímalega til austurlands.

Annars er ferðin búinn að vera auðveldari enn ég átti von á.  Og allir tilbúnir til að aðstoða mig.  Ég gisti tvær nætur á Hvammstanga hjá Önnu frænu minni og manninum henar honum Baldvin. Skagafjörðurinn tók á móti mér með leiðindar mótvindi, sem aftur leiddi til góðs, þegar ég beigði inn Norðurdalinn og yfir Öxnadalsheiðinna til Akureyrar.   Vinkona mín Águsta Valdís sem vinnur hjá Icelandair hotel kom því til leiðar að ég fékk inni hjá þeim bæði á Akureyri og Eigilsstöðum og þakka ég kærlega fyrir notarlegar gystingar og frábært viðmót hjá starfsfólkinu.

Á Öxnadalsheiði
Skíðagleraugu og vetrargalli komu sér vel í vindinum á toppi Öxnadalsheiðar

 

Skaflar og ruðningar á Öxnadalsheiði
Hér má líta mestu vegfarartálmana alla leiðinna frá Hafnarfirði til Seiðsfjarðar. Ekki íkja mikil ástæða til að vera á nagladekkjum, enn það var ekki vitað fyrirfram.

 

Eitt af því sem gefur svona ferðum mikið gyldi er að kynnast nýju fólki og svo varð á Laugum Í Reykjadal, þar sem vinafólk Önnu frænku frá Hvammstanga vildu hýsa mig eina nótt.  Það var frekar stutt dagleiða frá Akureyri  að laugum enn ég sé alls ekki eftir því að hafa stoppað þar enda hafði það ekki áhrif á heildarferil ferðarinnar.   Að slappa af í Pottunum á Laugum og fá snildargóðann ofnbakaðan fisk í matinn er ekkert til að fúlsa yfir og öll gestrisnin í heild mjög góð. Þakka ég Tomma og Guðný kærlega fyrir gistinguna þá nótt.

Leiðinn frá Laugum að Egilstöðum gekk líka vonum framar.  Er því helst að þakka mjög góðu veðri á fjöllunum.  Ég var ekki nema 2 daga yfir fjöllin og til Egilsstaða.  Reystar voru tjaldbúðir i Möðrudal í leysingardrullu og ekki með neit hald í tjaldhælunum, enn um nóttinna fraus allt niður.  Þrátt fyrir mikla hitasveflu var kallt uppi á Öræfunum, aðalega vegna sunnanáttar sem hreif með sér kalt loft ofan öllu hálendinu.

Ég varð semsé vel tímalega á Egilstöðum og Icelandair leifði mér að vera tvær nætur á hótelinu á Héraði.  Það var kærkomið að komast á Egilstaði, þar sem beið mín meðal annars kassi með dóti sem ég hafði fengið að heimann, meðal annars mjög góð ferðadekk og gat ég því losað mig við þung og leiðinleg nagladekkinn sem ég hafði verið að böglast á alla leiðinna austur, án þess að hafa í raun þurft að nýta eiginleika þeirra nokkuð alla leiðinna, en það var auðvitað ekki séð fyrir.    Á Eigilstöðum hitti ég líka á Frænku mína hana Þrúðu og manninn hennar Gulla þar sem þau búa í Fellabæ og eins og annarstaðar fékk ég mjög góðar móttökur hjá þeim.  Einnig kom Siggi Guðjóns vinur minn í heimsókn, enn hann býr á Fáskrúðsfirði þessi misserin.  Það var líka kærkomið að geta látið Sigga taka með sér einthvað af þeim vetrarbúnaði sem ég er búinn að hafa meðferðis á íslandi og náði að létta farangurinn um örfá kíló.

Síðasti leggur leiðarinar um Ísland var yfir Fjarðarheiðinna.   Leiðinn er ekki nema 26km löng en heiðin rís upp í 620 metra hæð og er nokkuð brött bæði upp frá Egilstöðum og eins niður í Seiðisfjörð.  Þar að auki gerði veðurspáinn ráð fyrir 12-14 m/s  vindi af suð-austri sem er þá mikið til mér í fang á þessari leið.  En með því að beita  „brekkutækninni“  sem einfaldlega felst í því að hreynsa hugan af lengd og tíma, setja í lágu gírana og jafnvel góða mússik í eyrun,  var leiðinn ekkert stórmál og ég var 2 ½  tíma yfir á Seiðisfjörð, mun stytri tíma enn ég bjóst við.

En semsagt þegar þetta er skrifað sit ég í stofuni hjá Frænku minni henni Elínu og manninum henar  honum Sveini og er búinn að vera hér tvær nætur við vellistingar og góðan félagsskap.  Nú er bara bíð eftir að byrjað verði að hleypa inn í ferjuna.  Þetta er ekki háannatími og mér skyldist á þeim á skrifstofu Norðurfars þegar ég fór og keypti miðann í gær að umþaðbil 20 manns væru skráðir í þessa ferð.  Skipið siglir allt árið en það er engum ferðum lofað og aðalega er um fraktflutninga að ræða og því lágmarksþjónusta um borð.

Á Seiðisfirði eins og víða annarstaðar á landsbygðinni er manni vel tekið ef enthvað bjátar á og ég ætlaðið mér að skypta um olíu á gírhubbinum á hjólinu.  Það á að gera það á 5000km fresti og er þetta í fyrsta skypti hjá mér.  Ég leitaði á náðir áhaldahúsi bæjarins til að ég gæti lagað kjagaðan sexkant  tið að skemma ekki tappann í dryfinu enn í stað þess að fá að slípa af sexkantinum var mér boðin full aðstaða skypta um þessa 25ml af olíu.  Ef áfram heldur sem horfir á ég von á mjög góðri ferð allt til loka, enn það er fullmikil bjartsýni að búsat við slíku.

Ef ég verð ekki of sjóveikur mun ég reina að skrifa einthvað í ferjuni varðandi búnað, hjólatækni eða annann fróðleik og troða því inn á heimasíðina við tækifæri í Danmörku.

Þangað til næst

Bless.

10 thoughts on “Ferðabloggið leiðinn um Island 17 – 28 Mars

  1. Gaman að lesa þetta og vonandi verður þú duglegur að færa inn eftir að þú læknast af sjóveikini(djók)bara góða ferð og njóttu ferðarinar .Knús frá okkur Anna frænka og Baldvin

  2. Skemmtileg og fróðleg lesning. Gaman að ver kynntur fyrir “brekkutækninni”. Þarf að kynna mér hana betur. Vonandi líður ekki á löngu þar til ný ferðasaga birtist.
    Gangi þér vel.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: