Kominn til Egilstaða

Jæja nú er kominn Þriðjudagurinn 12. júli og ég er á Egilstöðum.  Reyndar búinn að vera hér í sólahring núna enn hef ekki verið að stressa mig á skrifum.    Ég hef ekki skrifað í nokkurn tíma núna og er það mikið til vegna netleysis, tímaskorts og skorts á nennu til slíks.   Núna ætla ég að skrolla svolítið yfir farinn veg þetta er uppfært á netið efrit hægri bluetooth tengingu svo enn eru myndir ekki rikulegur partur af skeytinu því miður.  Mig langar líka vera með meyra af skemtilegum lýsingum af staðháttum linkum af þessum pálkum hér og skemtisögum ef ég kemst yfir enthvað slíkt enn núna er staðan ferðalýsing á vegum umhverfis ísland sem flestir sem þetta lesa þekkja  ég hafði líka tekið þann pól í hæðina að drífa mig bara hingað yfir á Egilstaði enn ekki taka mörg stopp í þetta skyptið.  Ég vona að það verði öðrumvísi í Noregi, enn ég er ekki enn kominn með það á hreint hvernig internettengingu þar verður háttað.

Fimmtudagur.  07/07

Ég var á Fyrsta degi hjólaferðarinnar og á Hvolsvelli síðast þegar ég skrifaði.  Næsti áfangi átti að vera Vík í Mýrdal og svo Kyrkjubæjarklaustur.  Ég lagði þessar leiðir saman og fór sem sagt þessa rúmlega 150km á einum löngum degi og vann inn einn dag ef enthvað óvænt myndi koma uppá.  Dagleiðinn var löng og reyndar sú lengsta sem ég hef farið í hjólatúr.  Veðrið hékk þokkalega þurt og vindur var þolanlega hagstæður byrjaði vel enn versnaði síðar um daginn.  Ekkert svo sem markvert gerðist um daginn nema hvað ég sat til Borðs með Norskum kór Í Víkurskála og ræddum við  ymsar hliðar tilverunar á bæði Ensku og Norsku.  Ég ætlaði reyndar ekki alla leið á klaustur enn þegar ég kom að ánni sem ég hafði ákveðið að tjalda við var hún á bak og burt, fór þá hamborgari og bjór að byrtast mér í hilingum á Kyrkjubæjarklaustri  sem og varð rauninn á Systrakaffi á Klaustir.

Lúpínubreiður á Mýrdalssandi og Hjörleifshöfði. Ætli þessari mynd verði skolað í burtu í Kotlugosi enthverja næstud daga?

Föstudagur. 08/07
Það var byrjað að rigna þegar ég vaknaði um morguninn á tjaldsvæðinu áKyrkjubæjarklaustri.  Ekkert við því að gera nema græja sig upp í Regngallann og taka á móti votum himninum.  Fyrir vikið gengu samt tjaldstörfin aðeins hægar og ég styrður eftir gærdæginn. Eftir að hafa kvatt viðkunnalegt ungt par sem tjaldaði við hliðina á mér voru sveifarnar stignar þannig að sviðinn byrjaði að naga upp lærinn, jú þetta er merki um álag gærdagsins enn eftir að ég komst á skrið var sviðinn á bak og burt  og ég rendi út að meðfram Síðu og út á Skeiðarársandinn.  Fyrirframsett takmark dagsins var Skaftafell enn ég vissi það með sjálfum mér að ég færi lengra.  Við skúlptúrinn af gömlu brúarbitunum úr Skeiðarárbrú sem jökulhlaupið frá Gjálp 1996 tók af hitti ég Berg félaga minn og konuna hanns hana Gyðu. Þau eru á leið inn í Lónsöræfi þar sem Gyða verðir skálavörður næstu vikuna.   Bergur hafði gerst svo vandaður að koma með pakka til mín frá Reykjavik sem innihélt nokkra hjólaíhluti sem ég hafði pantað enn bárust ekki til landsins fyrr enn daginn eftir að ég lagði af stað í ferðina.  Skipt var út nokkrum hlutum á hjólinu, Rætt spáð og spöglerað og svo brunuðu þau áfram, enn ég tríllaði á mínum 20km/h áfram út að Freisnesi og síðar að Hnappavölum þar sem ég ákvað að slá upp tjaldinu.

Laugardagur. 09/07

Það er gamann að koma á Hnappavelli, Sérstaklega þegar mikið er mæt af klifrurum, enn fyrir þá sem ekki kannast við, er landsins stæsta sportklettaklifursvæði  á Hnappavöllum, og þar sem ég kom þangað alloft þegar ég var meyra með klifurbakteríuna í blóðinu, þó svo maður hefur aldrei losnað alveg við hana og gerir vonandi aldrei.  Bongó blíða og ég ekkert að drífa mig mikið af stað, talandi við gamla og nýja kunningja sem höfðu komið kvöldið áður úr borginni.  En á endanum var kominn brottferðartími, enn þá tók ég eftir tveimur slitnum teinum í afturgjörðinni hjá mér, þannig að brottför var sjálfkrafa frestað meðan ég reyndi að gera við.  Ég átti enga von á að teinar færu að slitna í nýrri handbyggðri gjörð sem sögð er með þeim bestu og sterkustu sem fyrir finnast.  Þrátt fyrir það var ég með einn varatein með mér, og notaði brotinn af hinum tveim til a gera eins og hægt væri við þessar aðstæður.  Náði ég að gera görðinna þannig að hún var vel nothæf.  Grettir Stórfélagi minn var á leið úr bænum til að heilsa upp a mig. Þannig að ég fékki hann til að líta við heima hjá mér og ná í fleirri varateina sem ég átti til þar.   Bjössi vinnufélagi minn af verkstæðinu á Grænlandi leit við hjá mér á reisu um landið með fjölskylduni.  Það er ákaflega gamann að fá innlit sem eins og þetta hjá Bjössa.

Það voru líka aðrar og alvarlegri fréttir sem bárust meðan ég stóð í þessum viðgerðarfasa.  Hlaup hafði komið úr Mýrdalsjökkli þá um morgunin og tekið af brúnna á Múlakvísl rétt austan við Vík í Mýrdal þannig að þjóðvegur 1 var ófær, og enthverjar líkur á að Kötlugos væri hafið.  Ég var semsagt heppinn að vera kominn framhjá þegar þetta átti sér stað og Grettir ætlar að fara fjallabaksleið nyrðri þannig að þetta kemur ekki við mig að neinu ráði enn er slæmt að mörgu öðru leiti.

Hnappavellir voru kvadir klukkan hálf eitt og skriðið út að Jökulsárlóni þar sem ég ætlaði að mæta móður minni sem er á ferð með þýskan ferðamanahóp í langferðarbifreið.  Eftir gott stopp á Jökulsárlóni og 25km betur átta ég mig á að líklegagast hafi ég skilið GSM síman minn eftir  við
Jökulsárlón.  Til að gera langa sögu stutta fór ég inn á hótel Jöklasel  þar sem móðir mín gistir þessa nót og náði ég með hjálp bílstjórans hjá henni sambandi við síman minn þar sem starfsstúlka á Jökulsárlóni var með hann í höndunum.  Varð úr að Grettir kom við hjá þeim og fékk símann hjá þeim.  Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég skil hluti svona við mig og verður öruglega ekki þa síðasta heldur, ég er reindar alveg þektur fyrir þetta og sumir minna vina hafa tekiðupp á því að fylgjast sérstaklega með því hvar ég leg hlutina frá mér.    Nú nú enn mér var semsagt líka boðið í kvöldverðarhlaðborð á Jöklaseli þannig að það var ekki alslæmt með öllu að hafa rent þangað inn.   Pakksaddur rendi ég restina austur á Höfn í Hornarfirði, Grettir var kominn á svæðið og vildi endelega taka enthvað af farangrinum eða allt hjólið á pallinn og mig í framsætið.  Því var harðneytað af minni þrjósku hálfu heldur gefið betur í enda vel þreyttur á áfangastað í skítakulda. Deginum var síðan slúttað með Ölæði á balli i Vikinni þar sem Megas og fleirri landsþektir tónlistarmenn tróðu upp.

Við Jökulsárlón
Símon á hjólfákinum við Jökulsárlón í blíðviðri

Sunnudagur. 10/07

Uss það var ekki vinsælt að koma sér á fætur.  Ekki beint sumarlegt á Islandi núna og áfengisneysla gærkvöldsins hafði líka enthver áhrif.  Eftir mikla leit af opnu bakaríi var farið í sjoppuna.  Gengið frá troðið tein í gjörðinna, hún rétt að enthverju leiti á fljótlegann hátt og haldið áleiðis til Djúpavogs klukkan korter yfir tólf.  Framundan var 103km leið og eftir að hafa talað við Guðjón vinnufélaga minn frá Grænlandi sem er búsetur þar var ekki
kátlegt að frétta af mótvindi.  Þessi mótvindur var sem betur fer ekki jafnt mikkil og ég átti von á, hvast var að Námaskarðinu og svo aftur út Hamarsfjörðinn áður enn komið er að Djúpavogi.  Grettir fylgdi mér eftir svona við og við enn held hann hafi leitað sér af stöðum til að sofa á þar á milli.  Af þessari leið er Hamarsfjörðurinn síðstur, helling af brekkum og begjum upp, bara til að fara niður hinummeginn, og mótvindur!!   Það voru samt höfðinglegar móttökur hjá Í skemmuni hjá Guðjóni þegar komið var á Djúpavog,    þar var einnig Maggi skólafélagi minn úr vélskólanum tilbúinn með kaldan bjór í hendi handa mér og greinilega búinn að undirbúa komu mína Glæsilegt hjá þeim báðum Guðjóni og Magga.   Grettir grillaði síðan fyrirtaks steik sem átti reyndar að vera steik gærdagsins enn kom ekki síður út þennan dag.  Sötraður var bjór og rættu um gamla tíma, heima og geyma.  Það var notarlegt að skríða undir sæng á dýnu innandyra í þetta skiptið efrit ljúfa sturtu.

Mánudagur. 11/07

Guðjón var kvaddur klukkan um hálf tíu og haldið 90km leið til Egilsstaða.  Nú virtist sumarið vera að láta bæra á sér.  Hiti og blíða.  Farið var um Öxi og var hún brött að vanda enn með þrautsegju og þess að reiða hjólið upp tvær brekkurnar kom ég þessu 60kg hlunk upp á brún í 530m hæð á ekki svo löngum tíma, ætli klukkan haf ekki verið um hálf tvö, svo nú var nánast bara 60km rensli niður á Egilstaði sem og gekk mjög vel vegurinn grjótharður og lítið til að kvarta yfir.  Grettir fylgdi mér enn eftir og notaði tækifærið til að renna sér í brekkunum í Öxi á sérbúna fjallabrunshjolinu sínu.  Á Egilstöðum var tekið hraustlega til matar, Holllenskt par sem var í vandræðum með MSR prímusapumpu var aðstoðað við útvegun á varahlut eftir bestu getu og eftir símtal inn í Útilíf í Glæsibæ var greinilegt að þau voru búinn að reina í svolítn tíma þvi þar vissi Gísli ofursölumaður allt um málið fyrir.  Hollendingunum vour gefin nokkur ráð, enn við reystum tjöldinn okkar.  Tjaldsvæðið á Egilstöðum er til fyrir myndar að mörgu leiti, góð þjónusta er í boði í anda þess sem gerist í Noregi til að mynda, snyrtilegt svæði, boðið upp á eldunar og þvottaaðstöðu sem ég nýtti mér.   Síðan skrapp ég og tók púlsin á þjóðmálunum á austurlandi í heitapotti sundlaugarinar enn eftir það héldum við Gretti á barinn…

Þriðjudagur 12/07.
Dagurinn þegar þetta allt er skrifað er að kvöldi kominn.  Það var ákveðið að þetta skyldi vera kvíldardagur frá hjólatúrum og hjólið læst við stórt matarborð á tjaldsvæðinu og þaðan skyldi það ekki hreyft fyrr enn haldið yrði yfir til Seiðisfjarðar.  Í staðin var tekinn bíltúr þangað til að sjá væntanlegar brekkur og útsynið.  Þá fórum við líka til Fáskrúðsfjarðar þar sem við kíktum í heimsókn til hennar ömmu minnar Önnu Halldórsdóttur sem dvelur þar á öldrunarheimilinu Uppsölum.   Fljótlega eftir að við komum aftur til Egilstaða kvaddi Gretti og hélt áleiðis heim á leið til borgarinnar.  Er honum mikið og vel þakkað fyrir að verja þessum skemtilega tíma með mér hér á austurhluta landsins.  Ég aftur á móti settist niður við þessi löngu
skrif á og sötra bjór.  Ég geri ráð fyrir að næstu skrif verið ekki fyrri enn ég er kominn til Noregs, enn ef tækifæir gefst til verur enthverju hent hér inn á morgun þegar ég verð kominn til Seiðisfjarðar.

3 thoughts on “Kominn til Egilstaða

  1. Skemmtileg færsla, þetta er mikið ævintýri og öfundsvert að geta borðað svona mikið af kjöti og drukkið öl með góðri samvisku 🙂

  2. Gaman að lesa um ferðalagið þitt Símon minn og gott að heyra að þú ert kominn austur í Egilsstaði og einungis eftir að komast á Seyðisfjörð áður en þú “hjólar” yfir hafið. Góðir vinir eins og Grettir eru ómetanlegir! Langar aðeins að leiðrétta nafnið á hótelinu, það heitir Hótel Smyrlabjörg. Bestu kveðjur og gangi þér vel. Mamma

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: