Seyðisfjörður tók vel á móti mér, með sólskini og blíðu eftir 3ja tíma ferð frá Egilstöðum, það gekk vel að komast upp á Fjarðarheiði og stytti ég tímann með þvi að gleyma mér við útvarpshlustun á leiðinni upp. Mannlífið á Seyðisfirði var mikið í dag og vakti það sérstaklega eftirtekt mína að stálpuðu krakkarnir voru að synda í bæjarlæknum og þar við.
Framm eftir deginu komu alltaf fleiri og fleiri inn á tjaldsvæðið og greinilegt að ferjunar var vænst ferðamenn fylgtu kaffihús og götur bæjarins, enn ég eiddi nokkrum tima á netinu, skrifandi bréf til framleðanda hjólsins vegna afturgjarðarinnar, enn er ekki búinn að fá svar þar sem búið var að loka hjá þeim. Já nú er þriðji teinninn farinn, og á ég þá ekki flerri til vara. Þetta er orðið bagalegt og ég verð að verða mér úti um fleirri við allra fyrsta tækifæri. Ég hef veið að velta fyrir mér af hverju teinarnir slitna svona og það sem kemur upp í hugan er ofstrekking við smíðina, eða þá að ég sé með of belglítil dekk á hjólinu og of hart í þeim, sem leiðir af sér minni svegju og þarafleiðandi meyra álag á teinana, enn framleiðandin gefur þessi dekk upp sem ákjósanleg á bundið slitlag í norður Evrópu og tekið er meyra að segja fram að það sé með mikla lestun á hjólinu. Ég vona að ég fái jákvæð svör frá þeim sem allra fyrst. Ástandið er samt sem ekki þannig að ég geti ekki haldið áfram enthvað enn.
Enn núna er ég að endurraða bunaðinum mínum með tiliti til þess hvað ég ætla að taka með inn í ferjuna og hvað ég ætla að láta liggja eftir á hjólinu á bíladekkinu.
Jæja þangað til í Danmörku eða Noregi bless bless.
rosalega er ég ánnægður með þetta framtak þitt. þó ég þekki þig ekki neitt þá mun ég hafa gaman að fylgjast með ferð þinni 🙂
Gaman að lesa ferðasöguna, gangi þér áfram vel og vonandi reddast þetta með teinana. Varaðu þig á umferðinni:)
Sæll, fjallakall, gaman að lesa og fylgjast með þér. Ég verð bara þreytt í lærunum á að lesa bloggið. Gangi þér vel með rest, var búin að heyra að þú værir komin til Skien, bið að heilsa