Kominn til Skien í Noregi

Þá helsar Noregur með Rigningu.

Er núna kominn til Ragga og Svölu í Skien, og hef fengið flottar móttökur (það var ekki heldur við öður að búast).   Búinn að redda mér þráðlausum 3G pung og er að prófa hann núna.   Dagurinn í gær var blautur eftir að ég kom úr ferjuni, enn um hana má lesa hér neðar.  Þurfti að leggja aukakrók á leið mína þar sem ekki var leyfilegt að hjóla eftir þerri leið sem ég upphaflega hafði planað enn það var bara aukaútsýnisferð og flott að lostna við mestu umferðina.

  Jú jú Norræna var svo sem ágæt, eða hverju má búsat við af skipasiglingu yfir hafið.  Var í fjögra manna klefa, þar sem hver keptist við að hrjóta hina heyrnalausa.  Ég notaði ekki mikinn tíma inni í klefanum hldur vafraði um skipið og á milli barana og starfsfólk yfirleit til viðkunnalegt,  ég hafði pantað kvöldmat með ferðinni og sé ekki eftir því.  Annars var bara að dunda sér við að drekka bjór og skrifa,  þannig að ég hafði nóg fyrir stafni.

Svo fór á endanum að Norröna lagði að bryggju við Hritshal í Danmörku.   Ég hafði ýmindað mér stærri bæ enn þetta er eginlega bara lítill sjarmerandi bær með stóra farþegaskipahöfn, þarna koma nokkur félög með ferðir yfir til skandinavíu og svo Islands.  Tímaáætlanir Norrænu og Color line sem siglir til Larvik  henta einkum illa enn ef ég hefði verið óurlega snöggur hefð ég kanski náð á milli.  Enn ég ákvað að vera um kyrt um nóttina og rúllaði því inn á tjaldsvæðið.  Í sól og blíðu dundaði ég mér við að setja síðasta varateininn í afturgjörðinna og rétta hanna af. 

Af mínu gjarðaveseni er það annars að frétta að Robin sem er eigandi Thorn Cycle hafði samband við mig strax og hann hafði möguleyka á með ályktanir og skýringar þar sem honum fyndist líklegast að galli væri í enthverjum teinum sem þeir hafi verið að nota í febrúar á þessu ári og sagðist ekki hafi slitnað einn teinn í Roloff byggðri gjörð frá Thorn síðustu 8 árin, enn nú væri uppi tilfelli þar sem 6 teinar hafi slitnað í tveim gjörðum sem voru byggðar í febrúar á þessu ári.  Robin tekur þjónustu sína greinilega alvarlega og er það í samhengi við það sem maður hefur áður heyrt frá fólki sem enthverra hluta vegna hafa lenit í vandræðum á hjólum frá þeim.   Þannig að eftir nokkrar tillögur að úrbótum  er  nýjir teinar þegar komnir til Noregs og vonum bara að póstkerfið þar innandyra klikki ekki.  Ég bað um hröðustu meðferð sem hugsast gæti. Hann sendi mér 54 teina, 32 svo ég gæti látið endurbyggja gjörðina af færum gjarðasmið enn afganginn fyrir tímann þangaðtil mér gæfist tækifæri á því,  hann bauð mér ennig að semda nýja gjörð með öllu enn slíkt tæki lengri tíma, þannig að ég ákvað að láta teinana duga.

 

Gjörðinn var sem ný eftir að hendur mýnar fóru umm hana (enda var hún ny fyrir)Ég notaði sexkant, tape og stellið sem styllibekk fyrir afturgjörðinna og gekk bara ágætlega.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þegar þetta er skrifað er ég um borð í Color line ferjuni yfir til Larvik.  Þetta er furðuskip, 217m löng ferja sem tekur 1800 manns gengur 27mílur með sín 30.000kílivöt og hefur pláss fyrir jafnt margar bifreiðar og myndu rumast á 2100m löngum vegi.  Þetta skip er svona eins blanda af og yfirfull flugstöð þar sem eldgos í Eyjafjallajökli  aftrar fólki för, spilavíti og samfélagi þar sem frumskógarlögmálið ríkir um að krækja sér í sæti, hinir sitja bara enthverstaðar á göngunum.  Og svo er ekkert hér sérstaklega ódýrt.  Jæja ætla að hætta núna og fara og vafra aðeins um skipið.

 

 

3 thoughts on “Kominn til Skien í Noregi

  1. Velkominn til Noregs og takk fyrir útileguna. Held þú ættir bara að fá þér bíl þá hætta þessir teinar að slitna eða sleppa þessu hamborgaraáti.

    annars er sól á Íslandi og 35 stiga hiti.

    kv. Grettir

  2. hæ Símon, ert þú enn lifandi eftir hörmungar gærdagsins.

    Hvernig gengur annars, er búið að skipta um alla teina og setja mótor á hjólið?

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: