-
Eftir að hafa átt nokkra góða og rólega daga hjá skildfólkinu í Skien var haldið af stað áfram. Nú vopnaður 54 teinum í afturgjörðina og 3 í framgjörðina, þannig að Norska póstþjónustan til Skien stóð sig betur enn ég hef átt að venjast með póstþjónustu til Lófoten. Ég gerði svo sem ekki mikið þessa daga í Skien, var samt lengur enn áætlað hafði verið og Heimsókti byggðarsafnið, og Kíkti á skipastigann upp í Dalen, þar sem skipum er lyft upp í 72m hæð þegar alla leið upp í Dalen er komið. Þetta varð líka til þess að ég ákvað að breyta örlítið út af leið og fara með einni ferjuni smá spöl upp með vötnunum frekar enn að hjóla hjáleiðina. Það er ekki á hverjum degi sem maður hefur tækifæri á svona ferð. Nú nú enn kvöldið fyrir siglinguna var farið á heljarinnar pöbbarölt með fjölskylduforeldurunum af „efri“ hæðinni. Það var ekki alveg útséð eftir þann viðburð að ég kæmist með ferjuni morgunnin eftir enn allt slapp þetta til, enn ég var ósköp feginn að geta bara rent mér niður brekkurnar að höfninni og farið strax um borð í bát staðinn fyrir að taka á petulunum.
Sigling upp Telemark kannalinn er enthvað sem er alveg þess virði. Ég ákvað að fara með ferjuni Victoríu upp að Ullefoss sem er næsta stoppistöð ferjunar fyrir ofan Skien. Kostar 200kr fyrir mig og 100 fyrir hjólið. Auðvitað allt í norskri mynt. Það er reynt að hafa kúltur siglaingarinnar í gamalli mynd enda eru ferjunar sem þarna sigla yfir 100 ára gamlar og í ár eru 150 ár frá því þessi sögufrægi skipastigi var fyrst opnaður. Neðstu slussarnir, eða skipastigalokurnar eins og mætti kalla það á Íslensku eru orðnir glussavæddir í dag, enn lokunum við Ullefoss eru enn haldið í upprunalegri mynd, þar sem allt er gert handvirkt. Ekki skemmir svo fyrir að hafa svo hraustlegar og flottar norskar píur til að vinna við að oppna lokurnar.
Dagurinn var sólskinsdagur mikill þannig að það gekk á sólaráburðinn. Ferðinn sóttist ágætlega upp eftir vötnunum og inn í Heddal Þar sem ég skoðaði meðal annars Stæstu stavkirkju sem eftir er í Noregi. Ætla lítið að fjalla um Kirku enn það sem mér þykir markvert við þessar kirkjur er að þær eru eginlega tvöfaldar, þannig að hægt er að ganga utanum alla kyrkjuna innanfrá. Þetta skylst mér að hafi verið gert til að það fólk sem ekki þótti nógu flott til að fara til kirkju með gæti verið fyrir utan og hlustað á orð prestsins, án þess að vera meðal þeirra sem töldu sig meyra meiga sín. Ég þekki þessa sögu ekki sérlega vel þannig að hér veruðr staðar numið í þessum fróðeyk.

Áfram hélt ég og reyndar mun lengra enn ég ætlaði þennan dag, og framm á nótt. Ég var á eftir áætlun og það pirrar mig alltaf eilítið. Enn það var samt ekki það, heldur var ég búinn að fá fréttir af því frá fólkinu mínu í Skien að það spáði mjög mikilli rigningu næstu daga og Reyndar flóða og skriðuviðvaranir í Rjukan, þangað sem ég stefndi. Helst vildi ég vera kominn sem lengst áður enn úrhellið skylli á. Enn semsagt eftir að hafa klifrað upp í 1260m hæð og hjólað 105km þennann daginn var Klukkan orðin 3 um nóttina og fóru fyrstu droparnir að gera vart við sig, þá var ég í 900m hæð á leiðinni niður bröttu brekkurnar að Rjukan. Þegar hér var komið sögu vissi ég þegar að flest það sem ég ætlaði að gera í kringum Rjukan var úr söguni, enn það gefur mér bara tilefni til að koma aftur síðar.
Ég var síðan rigningarteptur á þessum stað næsta einn og hálfa sólahringinn og fór varla út úr tjaldinu. Ég var svona ekki of ánægður með vatnsheldnina í tjaldinu, meðað við það sem ég hafði áður heyrt enn meðað við skýfall í allann þennann tíma og ég var í vatnsrúmi allann tíman get ég verið þokkalega ánægður. Það rétt dropaði í gegnum innra tjaldið rétt annars lagið enn sundlaug fyrir utan.



-
Ég var frekar seint á ferðinni loks þegar ég lagði af stað niður af heiðinni og til Rjukan þegar ég loksins var búinn að gefast upp á biðinni í rigninguni. Það var ekki til að bæta að hlusta á útvarpið og heyra fréttir af Hriðjuverkaárásum í Noregi. Fjödamorðum á ungu fólki í Utøy og sprengingu í Oslo. Þetta kannast sjálfsagt allir við núna svo það eina sem ég segi um þetta hér er Ömurlegur atburður og vil ég votta norsku þjóðinni samúð mína.
Ég var að spá í að fá mér gistingu aftur í Rjukan og vona eftir betra veðri og geta þá heimsókt einthvða af þeim stöðum sem mig langaði að kíkja á. Enn tjaldsvæðið var einfaldlega lokað vegna rigninga og fólki bent á að leigja sér hytu í staðinn (hýta eru svona lítil hús fyrir þá sem ekki vita) nú nú enn þegar ég kíkti á hýtunar kostaði að litlar 19.000kr íslenskar að leigja eina yfir nóttina, svo ég hélt af stað frá Rjúkan og lofaði sjálfum mér að koma bara síðar, tjaldaði við Inntaksmannvirki vatnsaflsvirkjunar Ofan Rjukan við Møsvatnet.

Næsti dagur er bara Hjólað og hjólað. Dagurinn byrjað á að geta ekki ákveðið hvort það ætti að vera glaðasólskinn eða mígandi rigning og var því erfit að klæða sig eftir veðri fyrir part dags. Það fór þó svo að sólinn sigraði að mestu og til að hjálpa ofaná var bakvindur þannig að ég vildi ná að nýti aðstæður og komast sem lengst eftir tafir síðustu daga úr varð að ég fór alla leið yfir Haukeli fjallaheiðinna 124km leið og hér er ég nú í Rødal, þar sem ég plantaði mér inn á tjaldsvæði. Dagurinn er búinn að vera rólegur, ég er enn aðeins á eftir áætlun enn það er aðalega vegna þess að ég hef ekki komið mér af stað héðan þó að kveldi sé komið. Ég er búinn að nota daginn til að hlaða batteríin (bæði mín og þau sem fara í allt rafmagnsdraslið mitt) koma á hreint nokkrum málum sem ég hef þurft að hafa tölvu og símasamskypti til að klára frá. Enn ég ætla ekki að vera hérna í nótt heldur halda áleiðis upp næsta fjallaskaðr sem er hérna rétt hinumeginn, bratt og erfit þannig að ég bíst við að tjalda enthverstaðar upp í skarðinu í nótt. Það eru göng undir skarðið enn eins og svo oft er með lengri göng er ekki leyfilegt að hjóla þau eða ganga.

