Frá Rödal að Larsnes

Dagur 20.  Rödalsfjallið.     Mánudagur 25 júlí 2011.

Eins og þeir sem hafa lesið síðustu færslu notaði ég stóran hluta dagsins í Rödal í til skraps, skriftir batteríshleðslu og slíkt og því lagt seint af stað. Eða um klukkann hálf sex um kvöldið.  Meininginn var heldur ekki að ná langri dagleið heldur komast upp á næsta fjallaskarð.  dagleiðinn varð heldur ekki nema 13km löng enn hækkuninn var 670 metrar og tjaldaði ég  rétt fyrir miðnætti í 1070m hæð í þröngu og flottu fjallaskarði .  Sofnað skömmu síðar við bjölluhljóm frá norsku fjallasauðfé.  Fjallvegur þessi kallast Seljestadjuvet og er  þektur í noregi þó hann sé ekki fjölfarinn, enda einungis opin um tvo – þrjá mánuði á ári eftir því sem mínar heimildir herma.  Seljestadjuvet  liggur yfir Röldalsfjallið og er hluti af fjallveginum um Haukeli sem stórþingið í noregi veitti heimild fyrir árið 1861 til að tengja saman austur og vesturlandið.  Þessir fjallvegir voru mikil verk á sínum tíma enda mögulegur verktími einungis nokkrir mánuðir á ári, aðstæður og landslag erfit og vegurinn ekki klár fyrr enn 18 árum síðar.  Seljestadjusvet var gerður á árunum 1859-1865 og þykir einn af flottari vegumhverfi  í noregi Hinn hluti vegarins um Haukeliheiðinna sjálfa hef ég þegar farið yfir.  Í dag er umferðinni aðeins öðrumvísi farið þar sem þjóðvegurinn liggur nú  í göngum undir Rölandsfjallið og ég segi sem betur fer, því stór vegur um þetta svæði myndi eyðileggja sjarma þess.   Smá viðbótarfróðleikur fyrir þá sem lesa norsku er hér.

Á leiðinni gerðist svo sem ekki mikið merkilegt,  sett var í lágu gírana og Metalica í mb3 spilarann og tekið á brattanum, jú og svo var hundblautur hundur sem elti mig smá stund og virtils villuráfandi, sem líka kom á daginn því nokkru síðar heyrði ég í fólki kallandi út um allt og aðspurð voru þau jú að leita af hundi, gat ég sagt þeim notkvernveginn hvar ég og hundurinn höfðum haft samleið.

Gula línan er hjóladagurinn minn.  13stykki í kílometrum talið. samt smá hækkun 670m og endaði í þessu líka flotta fjallaskarði í 1070m hæð. þessi kortamynd er tekin úr Garmin Mapsorce forritinu sem ég nota í tölvuni minni
Glæsilegt fjallaútsýni, hafði meyra að segja steinborð útaf fyrir mig og deildi rigninguni með sauðfé

Dagur 21.  þriðjudagur 26 júlí.   Niður  Rølandsfjallið, Odda,  Låtefoss , Tyssedalen vatnsaflsvirkjuninn, skriður a veg,  Kinsarvik.

Ég hefði alveg viljað fá skygnið sem ég var að vonast efrit uppi í Seljestadjuvet.  Enn það er ekki á allt kosið þegar ferðast er um Noreg, og hvað þá uppi í bröttum fjallaskörðum landsins.  Þessu hef ég alveg kynst í þessari ferð og rigning ósjaldséð.  En hvað um það.  Ég vakti mikla athygli hjá fjallalömbunum þegar ég var að ganga frá tjaldbúðunum um morguninn og þurfti meyra að segja að stugga við nokkrum lömbunum sem gerðurst full forvitinn, forleldranir stóðu álengdar og fylgtust með ungdómnum að nærgætni.  Eftir að hafa pakkað saman rendi ég mér í rólegheitunum niður bratt fjallaskarðið norðanmeginn og naut þess útsýnis sem skygnið bauð uppá.  Segja má að ég hafi varla þurft að stíga petalana fyrstu 17 kílómetrana þennann daginn, eða það var allavega frekar auðvelt alla leið að Låtefoss. 

Seljestadjuvet (seljastaðavegurinn) á leiðinni niður frá Röldalsfjelet skarðinu. Sjá má núverandi aðalveginn fara á milli vegganga.

Låtefoss er eins og nafnið ber til kynna frekar háfær, þetta er tignarlegur foss  enn ekki ýkja vatnsmikill. Nóg samt til að vekja athygli vegfarenda.  Ég sá það einnig á safni sem ég fór á síðar þennann dag að einthverjar umræður hafa verið um að nota vatnið sem fer um fossinn  til rafmagnsframleiðslu, enn líklega er þetta eitt af þeim dæmum þar sem náttúran fær að ráða ferðinni og fossin haldi sér um ókomna tíð.  Brúinn yfir ána hjá Låtefoss var einnig fyrsta áfanganum sem var lokið við gerð heiðarvegarins sem ég tala um í pistlinum um gærdæginn.  Eftir að hafa virt fossin fyrir mér eins og hinir ferðamennirnir var haldið til Odda.

LÅTEFOSSEN gefur frá sér slatta af háfaða og er vinsælt túristastopp

Odda er innst inni í Sørfjord firðinum.  Sjarmerandi bær sem þrátt fyrir það býr við þá skítugu atvinnustarfsemi að framleiða fórnmálminn Zink til nota á skipskrokka og önnur stálvirki í leiðandi umhverfi.  Eftir að hafa litast aðeins um og kíkt í nokkrar verslanir var stefnan tekinn á orkusafnið í Tyssedal, rétt 10km utar í firðinum.  Þar vakti ég ekki síður athygli enn hjá lömbunum fyrr um morguninn, enn núna voru það Þýskir ferðamenn sem vildu fá að vita hvernig högum mínum á lestuðu reiðjóli vegnaði og hvernig ég fæir að.  Orkusafnið í Tyssedal er þess virði að kíkja á, þó svo  rukkað sé um heilar 90nkr í aðgangseyri  Ég er jú í frýi og vill einnig kynnast sögu svæðisins sem ég fer um, og mætti ég meyra að segja vera duglegri við þá yðju.  Ég býst við að þetta safn sé svona sárabót fyrir að hafa mist af lýklega svipuðu safni í Rjukan, þar sem rigning setti allar áætlanir úr skorðum.  Safnið er staðset í Gamalli reysulegri  vatnsaflsvirkjun sem nú er hætt sinni upprunalegu starfsemi.

Tysdalenn vatnsaflsvirkjuninn
þessi virkjun framleidi á sínum tíma 25Hz rafmagn og ekki þótti svara kostnaði að breyta því og virkjunin því aflögð
Inni í þesum sal eru 18 vélasamstæður

Þegar utar dregur í Sørfjordinn verður fljótlega vart við mikið af berjatrjám, og ekki nema von þar sem þetta svæði uppsker um 80% af Kyrsuberja og 60% plóma sem framleidd eru í Noregi auk flerri tegunda berja.  Ég varð auðvitað að kaupa pakka af kyrsuberjum beint af býli eins og sagt er.  Það virðist viðtekin venja á svona berjabýlum að hafa sölubása út við vegkantinn.  Með undantekningum  eru þetta ómönnuð skýli með berjabökkum og einum oppnum peningakassa sem fólk er vinsamlegast beðið að stunda sjálfsafgreiðslu við,  og verðið gegnumsneit 40-50nkr fyrir bakkann, ég keypti ein plómubakka af tveimur ungum hnátum sem voru sjálfsagt að vinna sér inn vasapening.

Berjarækt er það sem þessi dalur snýst um
Þessar systur stóðu vörð við sölubásinn og seldu Plómur og fleirri berjategundir

Það eru ekki öll veggöng í noregi opinn fyrir hjólreiðalýð,  Sum eru bara illa til þess fallin að hjóla um þau, og oft er gamall vegur fyrir gönginn, og eru göngin þá yfirleitt set á bannlystann.  Einnig eru flest neðansjáfargöng og göng lengri en umþaðbil 3km á bannlystanum.  Oft eru gamlar leiðir einnig mun skemtilegri enn myrkvuð göng með ærandi umferðarháfaða.  í Sørfirðinum eru nokkur göng sem eru bönnuð, ekki svo löng enn gamli vegurinn er meittlaður inní snarbratta sjáfarhlíðinna og er hann ætlaður fyrir okkur hjóla og labbiliðið, nema hvað að ég fékk fullann skylning á því af hverju gönginn eru til staðar, þegar ég fór einn af þessum vegum því hér höfðu hrunið grjót, tré og skriður á veginn og þurfti ég meðal annars að smokrast með hjólhlunkinn eftir 15cm breiðum steypukanti á einum stað þar sem var svo bara snarbrött klöpp beint út í sjó fyrir neðann.

Grjóthrun úr klettahlíðinni hafði fallið á veginn, þetta var svolítið merkilegur vegkafli
Ég reiddi hjólið uppi á þessum mjóa steinkanti vegna skriðunar á veginum

Þessi dagur var ekki langur í kílómetrum talið, 73,3km og fyrstu kílometrarnir auðveldir og engar risa brekkur upp á móti.  Dagsverkið hafði samt tekið sinn tíma og aðalega út af rólegheitum í mér og þannig fynst mér að það egi að vera stökum sinnum.  Því ákvað ég að gista á tjaldsvæðinu í Kinsarvika stðinn fyrir að taka ferjuna yfir Hardangerfjörðinn þennann eftirmiðdaginn.

Dagur 22.  Miðvikudagur 27. Júlí.      Farið um Skjervet,Voss, Myrkdalen og Vikaflellet

Ég byrjaði á því að missa af ferjuni þennann morguninn,  aðalega vegna þess að ég hafði ekki hugmynd um hvænær hún sigldi.  Enn í Noregi eru flest allar bílferjur ansi tíðar, og á dagtíma er tíðni ferða yfirleitt á milli 30mín og 2klst.  Í þessu tilfelli var klukkutími í næstu ferju, þannig að ekki stórskaði skeður.  Gaf mérí staðinn tækifæri til að hendast aftur upp á tjaldsvæði og skella mér í sturtu.  Svo átti ég langt samtal við ungan Svisslending á tjaldsvæðinu þannig að ég var næstum búinn að missa af ferjuni aftur.  Annað sem mér fynst flott við ferjur er að þarna þjappast saman fólk á svipuðum leiðum og stundum hittir maður inn á skemtilegt fólk að spjalla við.  Í þessu tilfelli hitti ég Írskt par á canondile reiðhjólum á túr um noreg,  skiptumst við á mörgum skoðunum um ferðahjólreiðar og svo skyldu leiðir aftur þegar ferjan lagðist að bryggju við Kvandal.  Þeirra leið lá í átt til Bergen enn mín til Voss.

Ég var kominn til Voss um miðjann dag í flottu veðri.  Voss er sjálfsagt þekktur staður fyrir ýmislegt, enn í mínum augum er það aðalega fyrir sína menningu sem miðstöð jaðarsporta ýmiskomar. Í júli hvert ár er meðal annars haldið festival jaðarsportara í Voss, þar eru mikið um fallhlifastökk,flúðasiglingar  og í nágreninu er meðal annars hæsta tegjustökk í evrópu.  Ég staldraði við í Voss í rúma klukkustund og skoðaði mannlífið.  Áætluninn mín gerði ráð fyrir að ég stoppaði í Voss einn dag, meinningin var að skoða enthvað af því sem svæðið byði uppá, enn ég ákvað að halda frekar áfram þar sem ég var enn á eftir áætlun. þó svo það væri ástæðulaust stress.

Ein af brekkunum þennann daginn
Ein af brekkunum þennann daginn var upp að Skjervet áður enn ég rendi mér aftur niður að Voss
í Voss
Gott veður til fallhlífaæfinga

Næst var að koma sér yfir í þektu djúpu fyrðina í Noregi og til þess var fyrsti áfanginn að fara yfir Vikafjallið yfir í Sognsfjörðinn.  Ég áttu ekki von á að komast yfir fjallið þennan dag og yfir til Vik við SognsfjörðinnSú varð líka rauninn.  Það var líka um enn einn fjallveginn að ræða!!  Eftir að hafa farið um Myrkdalen og svo nokkuð jafna enn misjafna hækkun frá Voss sem stendur í 60m hæð tjaldaði ég  á frekar furðulegum stað laust fyrir miðnætti , stiflugarður í 980m hæð. Varð fyrir valinu.  Glæsilega flott útsýni til suðurs og austurs, enn það var dimmt og ég þreittur svo myndataka var látinn bíða til morgunsins.  Af myndum og síðum sem ég hef skoðað af Vikafjallinu eru ég viss um að hér er einnig flottur staður til að heimsækja á gönguskíðum að vetrarlagi.

Tvísmellið til að skoðið á flirck síðunni minni
Tekinn smá pása við skylti sem sagði hvað væri í vændum
dooble click for flickr
Staddur í Myrkendalnum og horfi upp að einni af óförnu brekkunum upp á Vikarfjallið

 

Dagur 23. Fimmtudagur 28 júli.     Skygni ekki ágætt, Sogneförðurinn krossaður, 

Jamm.  Myndatakann af flotta útsýninu á stíflugarðinum breyttist aðeins.  Ég vaknaði í svo sem ágætis veðri enn skygnið var rétt um 50 metrar.  Ég var greinilega stddur inn í en einu skýinu í viðbót við svo mörg önnur sem ég hef lent fyrir þessa ferð.   Þokunni létti ekki fyrr enn ég var byrjaður að glitta í Vik í Sognefirðinum.  Það var samt ákafleg gamann að láta sig renna niður brattar hlíðarnar í þokuni og það eina sem hamlaði hraðanum vour bílarnir á undan.  yfirleit hef ég vanist því að það er ég sem þvælist fyrir bílaumferðnni enn ekki öfugt.

Tjaldsvæðið  þessa nóttina

Byrjað að birta til á stíflugarðinum sem var tjaldsvæðið þessa nóttina

Ég varð frekar svektur með veður og skygni við Sognefjörðinn.  Ég hafð hlakkað mikið til að komast í þetta stórbrotna landslag sem þetta svæði hefur uppá að bjóað.  Sognefjörðurinn er í senn næstlengsti fjörður heims og sá dypsti við Noreg og þó víðar væri leitað þar sem hann tegir sig 205 km inn í landið og er nær mestu dýpt innarlega í firðinum 1308metra undir sjáfarmál.  þetta svæði er mér ekki alveg ókunnugt þar sem ég fór um það svolítið innar fyrir allmörgum árum Þá var ég í hjólaferð um í noregi eftir frekar flata dvöl í Danmörku í nokkra mánuði.  Án þess að ég ætli að rekja þá ferð sérstaklega mikið hérna, að þá fynst mér í lagi að minnast aðeins á hana því þetta var alveg frábær ferð sem ég get vel mælt með fyrir aðra að fara. Eg skrifa kanski betri minningu um þá ferð síðar á sér undirsíðu enn læt eina málsgrein duga hér.  Enn hér er einn linkur á Danska ferðasíðu sem enthverjir hafa sjálfsagt gamann að grúska í ef lestrarkunnátan er í lagi

Þannig var í málum háttað að ég var orðin hálf auralaus eftir frekar furðulega dvöl í Danmörku og ákvað að kridda síðustu daganna ména aðeins upp með stórbrotnara landslagi áður enn ég hundskaðist aftur heim til Íslands í peningaleit þar.  enn semsagt í stuttu máli þá gaf ég ferðinni gælunafnið frá fjöru til fjals þó svo ferðinn hafi byrjað í rúmelga 900m hæð eftir lestaferð til Finse, hjólaðu um svokallaðan Rallarvegen, í stórfenglegu landslagi niður að sjáfarmáli í flåm,  Þaðan þræddi ég mig inn eftir Sognefirðinum frammm og til baka með viðkomu á allmörgum stöðum og inn í botn.  Frá fjöruborðinu fír ég ríkisveg 55, sem er Sognefjallsvegurinn og tók útúrdúr þaðann í 1840 metra að Juvashytta og er það hæsti opinnberi akvegur í Noregi.  hækkuninni var samt ekki lokið því áfram hélt ég upp á moti enn nú fótgangandi og gekk á flalstindin Galdhøpiggen 2469m sem er hæsta flall Noregs.  Hjólaferðinn endaði síðan í Otta, þaðann sem ég tók lest aftur til Oslo. 

Smá yfirlitsmynd með link af ferðinni sem ég fór um Sognefjörðin og Jörunheima um vorið árið 2000

Ur varð að ég stoppaði í smá stund í Vik, skoðaði þar gamalt véla og útgerðarsafn sem er inngreypað í í torist information skrifstofuna í bænum, svo var bara haldið út úr bænum og að ferjustað þar sem Sognefjörðurinn var þveraður og ekkert verið að nota frekari tíma þar, heldur tekist á við síðustu brekkuna í ferðinni sem tala má um sem stórbrekka.  ekki misskylja mig samt, það var samt alveg helling af brekkum eftir það er bara lögmálið í Noregi.  Aftur var sett í lágu gírana og að ég held 3 tímum síðar var ég byrjaður að renna mér niður hinummeginn.  Það var frekar tíðindalaust að næturstað, nema hvað það eina að ég gat gefið einum reiðhjólamanni lýsingar á því hvað væri framundan hjá honum.  Næturstaður var PlusCamp Jølstraholmen í Viksdal Við fyrstu sín virtist svæðið ekki spes, óslegið gras, hýttur komnar að hruni og fleirra í þeim dúr.  Enn þegar allt kemur til als eru þessi lítillátu tjaldsvæði yfirleit best í mínum huga.  þarna var ekki allt troðið af fólki enn þeir fáu sem voru slöppuðu af og mynduðu ágætis stemningu.  svo var líka frýtt í sturtu og ekkert mál að komast í rafmagn. þannig að þetta 2ja stjörnu svæði sem er við það að leggjast af fær fjórar slíkar frá mér.

Fjallið á milli Sognsfjarðar og Norfjarðar er nokkuð bratt enn svo eru bara stæðstu brekkunar búnar

Dagur 24. Föstudagur 29 júli. Gist í Folkehøgskulen í Nordfirði.

Alltaf jafn seinn á fætur,  flestir á tjaldsvæðinu búnir að pakka samann og við það að koma sér í burtu þegar ég skrönglast út úr tjaldinu, rúmlega 10 um morgunninn.  Frammundan var að koma sér norður í Nordfjörð og þegar deginum var lokið var ég búinn að fara um eitt fjallaskarð, þó í lægri kantinum, hjólað 25km eftir nánast sléttum vegi við hlið stöðuvatns,  farið um þröngt og flottan fjalladal milli bæjana Skei og Byrkjelo og dagurinn gjafmildur á  þokkalegasta veður.  Fyrstu plön gerðu ráð fyrir að gista á fjögra stjörnu tjaldsvæði í Sandene við botn Nordfjarðar.  Eg á nokkra góða vini sem hafa verið í Utivistalíðskóla við Nordfjörð og var svolítið spentur fyrir að sjá herlegheitinn, og eftir að hafa fengið upplýsingar frá bæði Elnu og Kolbeini sem var alveg á því að ég ætti að koma við og kasta kveðju á skólastjórann frá sér varð mér ljóst að skólinn væri einungis nokkra kílometra utan við Sandene þar sem ég ætlaði mér að gista.

En svo er þetta svoleiðis með Norsk tjaldsvæði að ég varð verulega óánægður með vel spekkaða tjaldsvæðið sem ég ættlaði að vera á, þetta er eins og á flerri stöðum í noregi var bara stór ljótur hjólhýsagarður þar sem lítið ráðrúm reindist til að setja upp tjald og mæli ég eingum lesendum hér þetta sem gististað.  Eftir smá rabb við fólk í kjörbúð í bænum ákvað ég að halda áfram út út bænum, þrátt fyrir að detta væri í myrkur og reyna frekar að finna mér svefnstað í námd við fyrrgreyndann skóla, og fá jafnvel upplýsingar um góðann næturstað þar.  Þegar ég kem að skólanum geri ég mér ljóst að hér er engan skólastjóra að heilsa uppá enda er skólinn rekin sem farfuglaheimili og hótel yfir sumartíman.  Eg rétt slepp inn áður enn það er lokað og ég ákveð að splæsa á mig gystingu í farfuglahelminginum, morgunmat og fínerí,  lang dýrasta gystingin í þessari ferð, enn ég lét það eftir mér og sé ekki eftir því.

Nordfjord folkehøgskule
Spanderaði í gistingu á þessu einskonar Edduhóteli

Dagur 25. Laugardagur  30 júli.  Lokadagur.

Rosalega var rúmið í Nordjord folkehøskulen þæginlegt.  Það var óvissa hvað þessi dagur myndi bera í skauti sér fyrir mig, þar sem ég hafði unnið mig upp úr að vera eftir áætlun yfir í það að vera langt á undan áætlun með því að taka lengri vegalengdir enn til stóð síðustu daga.  það voru samt ekki nema tæplega 100km yfir í Larsnes sem átti að veara endastaður þessara ferðar, og inni í því eru tvær stuttar ferjuleiðir.   Mér var semsagt nokkuð sama hvað yrð og var því ekki að stressa mig af stað,  sat verulega lengi í morgunmatnum og naut hans í botn og hámaði í mig óendanlega miklu.  Ekki skemdi fyrir að sytja undir lyfandi píanóleik mestan tímann, enn það var einn 12 ára gestur sem gaf sér ekki mikinn tíma við morgunverðarborðið, heldur settist við píanó á staðnum og fór að spila að mikilli innlifun, og ég held ég hafi aldrey áður séð svo ungan píanóleikara með þetta góð tök á hljóðfærinu, enda sá ég og reyndar fleirri okkur tilknúinn til að taka umsjónarmann hópsins tali og spyrjast fyrir.

Jæja það fór svo á endanum að ég lagði af stað áfram í átt að Larsnes úthvíldur og með útkýldann magan.  Eg er enn fúll út í sjálfan mig eftir fyrstu ferjusiglinguna, sem að öður leiti var mjög fín, því strax í biðröðinni í ferjuna hafði ung kona undið sér að mér og fór vel með okkur við tjatt þangað til ferjan kom að bakkanum hinumeginn, og kom upp úr spjallinu að ótrúlegt enn satt þa var hún líka á leiðinni til Larsnes, og þar sem þetta er agnarsmár staður vorum við viss um að hittast þar aftur og því var ég ekkert að fá hjá enni heimilisfang eða símanúmer.  því miður lágu leiðir okkar saman síðar.

Ferðin sóktist vel vestur eftir Nordfirðinum og ég sá framm á að geta komist til Larsnes á þessum degi ef ég kærði mig um, svo að á ákveðnum tímabunkti hringdi ég í Gunna verkstjóra og forvitnaðist hjá honum hvernig staðan væri í vinnuni.  útkomann var að ekki væri neitt sérstakt að gera eins og er þar sem vinnubúnaðurinn er ekki allur kominn og ekki hægt að hefjast handa, ég væri samt velkominn á svæðið, svo ég ákvað að kíla á það og fara alla leið þennan dag.  Það kom mér skemtilega á óvart að þegar ég læddist inn í eina vegsjoppu og stulaði út úr mér á minni fínu norsku kan “jeg have en pølse” sem var afgreid með hraðið yfir borðið að þá for starfsfólk staðarins að spjalla samann á Islensku, þannig að ég var fljótur að skypta um tungumál líka, og upp úr krafsinu kom að þarna væru helling af Islenskum útrásarvíkingum á ferðinni, mestmegnis smiðir enn þau sáu líka um rextur þessara vegasjoppu.

Furðuleg sum þessi bæjarnönf
Alt í einu fór starfsfólkið þarna að tala samann á Islensku
Islendingasjoppa

Eg kláraði síðasta bjórinn min þegar ég var að bíða eftir síðari ferjuni þennan daginn, og rósalega var það notarlegt, enn eftir að til lands er kominn hinumeginn eru einungis spölkorn inn í Larsnes, þannig að ég brunaði með hraði inn í þetta litla þorp og hringdi aftur í Gunna verkstjóra, boðaði komu mína og spurðist til vega.  Það er ekki laust við að hafa aðeins dregið úr manninn að heyra að vinnubúðirnar voru ekki alveg handan við hornið eins og ég átti von á.  það séu bara 10 km eftir og tvær brekkur önnur 200m hækkun og hin þó bara 100 metrar.  Gunni ætlaði að koma á móti mér og vísa mér veginn síðasta spölinn, við hittumst síðan þegar ég var kominn langt upp í fyrri brekkna.

Það var lítil móttökunefnd vinnufélaga sem tók á móti mér er ég rendi inn í vosbúðir eins og vinnubúðirnar voru kallaðar.  fljótlega var maður kominn með annann bjór í hönd eftir þann fyrsta og byrjaður að segja lauslega frá ferðinni.

Séð í áttina að Larsnes og vinnusvæðinu í Åramsundi
Vinnubúðirnar sjást sem Rauðbrun lengja fyrir miðri mynd

      

Eftirmálar og áframhald

Eg ætla ekki að hafa þetta langt.   Þar sem ég átti nokkra daga eftir af fríinu mínu stoppaði ég stutt við í Vosbúðunum, endurpakkaði og létti mig aðeins og hélt síðan áfram í De-ture í skoðunarferð til Ålasund.  Mánuði síðar í næsta fríi mínu fór ég áfram í alveg magnaða ferð lengri leiðinna til Throndhjem með viðkomu á mörgum flottum stöðum svo sem Gerangersfjord, Strymansfjellet, Trollstien, aftur í Ålasund Moldø, Kristjansund, Nord atlantic ocian vejen og tók svo Strandferðaskip frá Hurtigrutan aftur til baka.  Þetta allt er efni í ansi góðann kafla til viðbótar, og byrtist hann kannsi og kannski alrey.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: