ferðin út í buskann. Undirbúningurinn á fullu og hnúturinn í maganum stækkar stöðugt.

Jæja þetta er fyrsti pósturinn sem ég skrifa vegna hjólaleiðangursins frá Íslandi til Kína.

Það er ekki laust við að Hnúturinn í maganum stækki með hverjum deginum sem líður.  Síðasti vinnudagurinn í Noregi var síðasta laugardag og ég er alfarið farinn að undirbúa brottför, sem eins furðulega og það er er ég ekki kominn með brottfarardagsetningu ennþá, nema hvað ég er byrjaður að sjá framm á að geta lagt af stað frá Hafnarfirði í Mars.  það virðist vera óendanlega mikið eftir í undirbúninginum og ætlið það sé ekki ein liðurinn í því að maður telur sig reyndar aldrei alveg tilbúinn, hversu mikið sem búið er að gera.   Það sem situr út af borðinu hjá mér er að ganga frá íbúðinni, redda afgangnum af búnaðinum, styrkja tengslanetið og markt fleirra.  þetta smellur samt vonandi allt hvað af öðru næstu vikurnar.  Eða það verður eginlega bara að gera það.

Fyrsta kortið af leiðinni er komið inn á Kínalinkinn á höfuðslánni og einnig hægt að hlekkja sig þangað Hér.

Ég hef líka verði að uppfæra þessa vefsíðu og er það á ágætri leið, þó svo ég sé slappur tölvugúru.   Þannig að einthverjir upplýsingalinkarnir eru ennþá hálf tómir.  enn það horfir til betri vegar eins og vonandi markt annað.

Jæja ég læt þetta nægja sem fyrsta póstinn og sjáumst síðar þegar nær dregur.

Kveðja

Símon Leiðangursstjóri

4 thoughts on “ferðin út í buskann. Undirbúningurinn á fullu og hnúturinn í maganum stækkar stöðugt.

  1. Frábær hugmynd! Hlakka til að lesa ferðabloggið þitt. Mér sýnist þú fara hina fornfrægu kryddleið. Mjög spennandi og gangi þér allt í haginn.
    Ófeigur T. Þorgeirsson, hjólreiðaáhugamaður (sem er að taka sín fyrstu skref í hjólreiðum erlendis).

  2. Sæll vinur. Hlakka til að fylgjast með þér. Verð með þér í anda – nauðsynlegt að hafa þjálfara með sér í svona ferðir er það ekki? 🙂

    1. Já sæll vertu Félagi Yfirliðþjálfi 🙂 Gott starf sem þú vanst með okkur þarna um árið þegar grúbban fór til Nepal, þó svo við vorum erfiðir og latir
      Ég myndi segja að það sé ekkert ótrúlegt við það, enn mér hefur verið hugsað nokkuð oft til þín undanfarið og í lengri tíma. Væri gaman að skella sér í eina mör-mælingu fyrir túrinn. það er orðin þónokkuð stærri bumban á mér núna enn þá.
      Svo ertu líka alveg velkominn með 🙂 væri fínt að hafa einthvern til að draga mig upp bröttustu brekkurnar 🙂

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: