Þetta er að gerast og stressið fer vaxandi. Ég er alveg á fullu alla daga núna að klára lausa enda. Ég gef mér þó tíma í þetta sinn til að skrifa eina bloggfærslu.
Tíminn flýgur áfram og það eru ekki nema 10. dagar þangað til ég ætla að leggja af stað. Það virðist ótrúlega mikið vera eftir í undirbúninginum og ég vona að ég sitji ekki uppi með einthvað sem ég næ ekki að klára. það er svo markt sem mig langar til að hafa meyri tima í áður enn ég fer, en ég ætla ekki að fresta farardeginum frekar ég er búinn að gefa mér þónokkuð meiri tíma enn ég ættlaði í fyrstu svo þetta er ákveðið.
Brottför er ákveðinn frá Húsnæði Björgunarsveitar Hafnarfjarðar þann 17. mars 2012 klukkan 09:00
Það eru allir sem vilja velkomnir að líta við og segja bless eða jafnvel að dusta vetrarrykið af sínum fák og hjóla af stað með mér eins langt og hver hefur áhuga á. Það ætti ekki að vera mörgum ofviða þar sem ég fer hægt yfir, enda kemur hjólið mitt til með að vigta nálægt 60kg. Vissara er að hafa það í huga að enn er vetur og það gæti verið kalt og jafnvel ísing eða snjór á götum.
Ég er kominn með megnið af þeim búnaði sem mig vantaði og það verður allavega ekki þannig að mig vanti það mikilvæga hluti að ég geti ekki lagt af stað þeirra vegna. það er jú líka til svolítið sem heitir póstflutningar og það er alveg hægt að nýta sér þá þjónustu auk þess sem ég er ekki neinstaðar á hjara veraldar þó það sé vetur. Íbúðinn er frágenginn í leigu en það situr eftir að klára viðhald á henni sem ég hefði gjarnan viljað klára, enn ég á mjög góða vini og fjölskyldu sem segjast bara vera tilbúinn til að klára þau atriði fyrir mig og ég get andað rólega yfir því. Ég þakka kærlega fyrir það, en það er auðvitað er viss uggur í mér fyrir það.
Greinilegt er að ferðalagið er byrjað að spyrjast út. ég er byrjaður að hitta svolítið af fólki á götunni sem er að spyrja mig út í ferðina og sína henni áhuga. og það er ekki allt því á miðvikudaginn kom Kastljóss á RUV og tók mig tal og mér skylst að sýna eigi viðtalið á morgunn föstudaginn 9. mars. mér fanst ég koma hálf kjánalega út í viðtalinu og það er vonandi að þau ná að klippa enthvað skemmtilegt saman. það var reyndar líka ágætt að fá þau í heimsókn því þá loksins dreif ég í því að koma búnaðinum á hjólið.
Það hefur vakið athygli að ég ætla mér að hjóla á Islandi yfir þennan síðvetrartíma og því meyra þegar það heyrist að ég ætli að fara norðurleiðina til Seiðisfjarðar. Ástæðan fyrir norðurleiðinni er einföld. ég fór suðurleiðinna í sumar og núna langar mér einfaldlega fara norðurleiðanna, en það eru blendnar tilfiningar eins og veðurfarið er núna og upphaflega ætlaði ég mér bara að taka þann tíma sem þyrfti til að koma mér á Seyðisfjörð. þó svo það myndi þýða nokkra daga töf í tjaldi enthverstaðar í skítaveðri. enn nú er tímaraminn orðinn þrengri og ég ætla mér að vera kominn í ferjuna 28 mars. þetta þýðir að ég hef í raun ekki nema mesta lagi 10 daga til að koma mér austur og það er knaft á þessum árstíma. hjólið þungt og ég ætla verð á viðnámsmiklum nagladekkjum, ofan á það er svolítið vetrarslen á mér þannig að það er bara að krossleggja fingur og vonast eftir hagstæðum veðrum og færð. það er þó viðbúið að ég verði að taka mér far enthvern spöl, en það verður þá bara að vera þannig.
Jæja nóg í bili og ég læt vonandi heyra í mér aftur áður enn 10. dagar eru liðnir.
kveðja
Símon
Vííííííí…allt að gerast 🙂 Má ég koma með?
Frábært hjá þér Símon. Ég á eftir að fylgjast mikið með þér. En eins og þú veist var svipuð ferð í býgerð hjá mér nema heldur lengri. En ýmislegt kom uppá þannig að ekkert varð úr. Ég mæti og hjóla með þér af stað. Vonandi átt þú eftir að senda inn margar myndir úr ferðinni þannig að við getum lifað okkur inn í það sem þú ert að ganga í gegnum.
Góða ferð og gangi þér allt í haginn.
Kveðja Kiddi Einars.
Takk kærlega fyrir Kiddi Hlakka mikið til að sjá þig.
kveðja
Símon
Seint grípið í rassinn, en er hægt að hitta Fjallakallin á leið í gegnum Reykjavík á leið norður ? Hvar helst og sirka hvenær ?
Eða þá hvort hægt væri að fá að vita hvaða leið þú / hann mun fara 🙂
Hæ hæ lagt verður af stað klukkan ´09:00 frá björgunasveitahúsinu í Hafnarfirði og Reykjanesbrautinni fylgt inn í kópavog, þar verður göngustigum upp Dalveginn og fylgt og farið um mjódd og upp að Árbæjarstiflu, um hálsana og Vínlandsleið inn að Grafarholti.
allir velkomnir að koma inní hvar sem er á leiðinni.
Kveðja
Símon